Ísrael tilkynnir um dauða fjögurra gísla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 00:14 Mótmælandi í Tel Aviv óskar eftir frelsun gíslanna AP Ísraelski herinn hefur tilkynnt um dauða fjögurra manna sem teknir voru í gíslingu í árásum Hamas á Ísrael sjöunda október. Talið er að um áttatíu gíslar séu enn í haldi. Rúmlega 1200 manns féllu í árásum Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október, og vígamenn tóku um 250 gísla til Gasastrandarinnar. Í kjölfarið hófu Ísraelsmenn umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara lífið. 105 gíslum var sleppt í vopnahléi í nóvember. Lítið er vitað um afdrif um 120 gísla, en Ísraelsher telur marga þeirra hafa fallið í valinn. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Þrír þeirra manna sem sagt er að hafi látist í dag birtust í myndbandi frá Hamas-samtökunum í desember. BBC hefur eftir Rear Adm Daniel Hagari, talsmanni ísraelska hersins, að mennirnir fjórir hafi dáið í Khan Younis, þegar herinn var þar að störfum. Hamas-samtökin sögðu í apríl að Nadal Popplewell hefði dáið í eldflaugaárás Ísraelshers, en ekkert fékkst staðfest um það. Mikill þrýstingur er á Benjamin Netanyahu um að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir. Hópur sem samanstendur af aðstandenum gíslanna hefur kallað eftir tafarlausri undirritun samninga sem liggja fyrir sem lúta meðal annars að frelsun gíslanna. Þetta kemur fram í umfjöllun AP. Harðlínumenn í Ísrael vilji hins vegar enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas. Mennirnir sem létust voru Nadav Popplewell, 51 árs, Chaim Peri, 79 ára, Yoram Metzger, 80 ára og Amiram Cooper, 85 ára. Yoram Metzger og Amiram CooperAP Chaim Peri og Nadav PopplewellAP Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Rúmlega 1200 manns féllu í árásum Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október, og vígamenn tóku um 250 gísla til Gasastrandarinnar. Í kjölfarið hófu Ísraelsmenn umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara lífið. 105 gíslum var sleppt í vopnahléi í nóvember. Lítið er vitað um afdrif um 120 gísla, en Ísraelsher telur marga þeirra hafa fallið í valinn. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Þrír þeirra manna sem sagt er að hafi látist í dag birtust í myndbandi frá Hamas-samtökunum í desember. BBC hefur eftir Rear Adm Daniel Hagari, talsmanni ísraelska hersins, að mennirnir fjórir hafi dáið í Khan Younis, þegar herinn var þar að störfum. Hamas-samtökin sögðu í apríl að Nadal Popplewell hefði dáið í eldflaugaárás Ísraelshers, en ekkert fékkst staðfest um það. Mikill þrýstingur er á Benjamin Netanyahu um að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir. Hópur sem samanstendur af aðstandenum gíslanna hefur kallað eftir tafarlausri undirritun samninga sem liggja fyrir sem lúta meðal annars að frelsun gíslanna. Þetta kemur fram í umfjöllun AP. Harðlínumenn í Ísrael vilji hins vegar enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas. Mennirnir sem létust voru Nadav Popplewell, 51 árs, Chaim Peri, 79 ára, Yoram Metzger, 80 ára og Amiram Cooper, 85 ára. Yoram Metzger og Amiram CooperAP Chaim Peri og Nadav PopplewellAP
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44