Verðmætin og sköpunarkraftur sá sem í mannauð okkar býr Pétur Már Halldórsson skrifar 1. júní 2024 08:31 Við lifum í landi sem er ríkt af náttúruauðlindum. Við búum að gnótt grænnar orku sem falin er í fallvötnum, jarðhita og vindi. Við státum af órþjótnadi uppsprettu tærasta vatns í heimi. Við sitjum umlukin ríkari fiskimiðum en nokkur þjóð og búum í stórbrotinni náttúru sem milljónir ferðamenn vilja njóta. Á liðnum áratugum höfum við höfum byggt lífskjör okkar, hagvöxt og verðmætasköpun á þessum mögnuðu náttúruaðulindum og grunnstoðunum þremur; fiskinum, orkunni og ferðamannastraum. Verðmætasta auðlind þessa lands er þó mannauður þjóðarinnar og af honum hefur sprottið fjórða stoð okkar hagkerfis. Sú stoð sem vaxið hefur hvað hraðast á síðasta áratug. Það er stoð nýsköpunar, hátækni- og hugverka og iðnaðar. Ævintýrið um Nox Undanfarin 14 ár hef ég fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af þeirri einvala sveitar sérfræðinga sem hafa byggt upp hátæknifyrirtækið Nox Medical. Nox varð til þegar forveri þess Flaga hf, lagði niður starfsemi sína á Íslandi og flutti úr landi árið 2006, Fyrst og fremst sökum þess að í þá daga var rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja á Íslandi á engan hátt sambærilegt við það rekstrarumhverfi sem önnur þjóðríki kepptust við að skapa þeim fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína á nýsköpun, tækniþróun og hugviti. Þegar eigendur Flögu töldu þann kost vænstan að slökkva ljósin á Íslandi, leggja niður verðmæt þekkingarstörf og flytja reksturinn úr landi var það undir forystu hjónanna og frumkvöðlanna Kolbrúnar Eydísar Ottósdóttur og Sveinbjörns Höskuldssonar að sjö verkfræðingar og fyrrum starfsmenn Flögu sem höfðu misst vinnuna, lögðu úr vör og stofnuðu Nox Medical á grunni þeirrar þekkingar og reynslu sem þau höfðu öðlast í störfum sínum fyrir Flögu. Nú átján árum síðar er Nox Medical leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun, framleiðslu og sölu lækningatækja sem notuðu eru eru af heilbrigðisstéttum um til greininga á svefntruflunum. Rúmlega 20 milljónir einstaklinga um allan heim hafa nú fengið greiningu á svefnvandamálum þar sem tækni Nox kemur við sögu. Starfsmenn Nox á Íslandi eru nú rúmlega 100 talsins. Auk þess starfa rúmlega 300 starfsmenn hjá systur fyrirtækjum Nox í bandaríkjunum en Nox Medical sameinaði starfsemi sína árið 2019 við Fusion Health í Atlanta undir merkjum Nox Health Group Inc. Velta samstæðunnar 2024 er áætluð rúmlega 10 milljarðar kr. Á 16 árum hefur Nox vaxið úr því að vera tekjulaus sproti í að vera stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum og hefur á sama tíma skilað rúmum 27 milljörðum af gjaldeyristekjum inn í íslenskt hagkerfi. Ekkert sprettur af sjálfu sér. Vissulega þarf góða og byltingakennda hugmynd, þrotlausar rannsóknir og þróun hugmyndarinnar til að koma henni í vöru. Það þarf að vera óhræddur við að gera mistök og læra af þeim. En fyrst og síðast er það kraftur, samheldni, útsjónarsemi og þrautseigja þess fólks sem leggur sig allt fram og vinnur sigrana. Það er mannauðurinn sem sem skilar þessum árangri. Þau fyrirtæki sem byggja verðmæta sköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og þeim verðmætum sem í mannauði býr, þurfa að búa við rekstrarskilyrði sem eru fyrsta flokks. Annars skjóta sprotar ekki rótum og ná aldrei að verða að þeim ævintýrum sem við höfum séð verða að veruleika á Íslandi í fyrirtækjum eins og Kerecis, Controlant , Alvotech, að ógleymdum brautryðjendum á sviði nýsköpunar og þekkingarfyrirtækjanna Össur og Marel. Samkeppni þjóðríkja Það er frekar stutt síðan að stjórnvöld hér að landi fóru að sjá tækifæri og vinna markvisst í því að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði fyrir þau fyrirtæki frumkvöðla sem sem byggja verðmætasköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og hugverkum. Í stjórnartíð síðustu tveggja ríkistjórna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur orðið grundvallar breyting á. Mikilvægi þess að styrkja grunnrannsóknir og sprota á fyrstu stigum eins og gert er gegnum Tækniþróunarsjóð Rannís er ótvírætt. Án tilvistar Tækniþróunarsjóðs hefur hugmyndin um Nox aldrei orðið að veruleika. Tilkoma Kríu Sprota og Nýsköpunarsjóðs árið 2021 hefur stuðlað að aukinni fjárfestingu vísisjóða í nýsköpunarfyrirtækjum og fjármögnunarumhverfi þeirra hefur tekið stakkaskiptum. Síðast en ekki síst skiptir sköpum sá hvati sem falinn er í endurgreiðslu hins opinbera á hluta fjárfestinga fyrirtækja í rannsókna og þróunarstarfi. Þessi hvati er eitt af áhrifaríkustu tækjum þjóðríkja í að laða til sín og byggja upp fyrirtæki í þekkingariðnaði. Þessi fyrirtæki byggja starfsemi sína alla jafna ekki á náttúruauðlindum annarri en þeirri sem í mannauð okkar býr. Fyrirkomulag þetta hefur sannað gildi sitt og þjóðhagslegur ávinningur sem af því hlýst er mikill. Hvati þessi til fjárfestinga skilar sér margfalt til baka til þjóðríkja í auknum skatttekjum. Katrínu á Bessastaði Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafa ríkisstjórnir hennar tekið veigamiklar, djarfar og framsæknar ákvarðanir sem styrkja samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leiða til þess að hér verða til ný fyrirtæki, ný störf og og öflugir tekjustraumar gjaldeyris sem spretta af nýsköpun. Ákvarðanir sem stuðla að aukinni hagsæld og verða til þess að við bjóðum komandi kynslóðum fjölbreytt spennandi og vel launuð störf sem við viljum að börnin okkar njóti. Það er vegna ótvíræðra leiðtogahæfleika Katrínar Jakobsdóttur, skilnings hennar á tækifærum nýsköpunar og þeim verðmætum og sköpunarkrafti sem í mannauð okkar býr, að hún er sá forseti sem ég óska mér. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox Medical, stjórnarformaður Nox Holding og Stjórnarmaður í Kríu sprota og nýsköpunarsjóði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Við lifum í landi sem er ríkt af náttúruauðlindum. Við búum að gnótt grænnar orku sem falin er í fallvötnum, jarðhita og vindi. Við státum af órþjótnadi uppsprettu tærasta vatns í heimi. Við sitjum umlukin ríkari fiskimiðum en nokkur þjóð og búum í stórbrotinni náttúru sem milljónir ferðamenn vilja njóta. Á liðnum áratugum höfum við höfum byggt lífskjör okkar, hagvöxt og verðmætasköpun á þessum mögnuðu náttúruaðulindum og grunnstoðunum þremur; fiskinum, orkunni og ferðamannastraum. Verðmætasta auðlind þessa lands er þó mannauður þjóðarinnar og af honum hefur sprottið fjórða stoð okkar hagkerfis. Sú stoð sem vaxið hefur hvað hraðast á síðasta áratug. Það er stoð nýsköpunar, hátækni- og hugverka og iðnaðar. Ævintýrið um Nox Undanfarin 14 ár hef ég fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af þeirri einvala sveitar sérfræðinga sem hafa byggt upp hátæknifyrirtækið Nox Medical. Nox varð til þegar forveri þess Flaga hf, lagði niður starfsemi sína á Íslandi og flutti úr landi árið 2006, Fyrst og fremst sökum þess að í þá daga var rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja á Íslandi á engan hátt sambærilegt við það rekstrarumhverfi sem önnur þjóðríki kepptust við að skapa þeim fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína á nýsköpun, tækniþróun og hugviti. Þegar eigendur Flögu töldu þann kost vænstan að slökkva ljósin á Íslandi, leggja niður verðmæt þekkingarstörf og flytja reksturinn úr landi var það undir forystu hjónanna og frumkvöðlanna Kolbrúnar Eydísar Ottósdóttur og Sveinbjörns Höskuldssonar að sjö verkfræðingar og fyrrum starfsmenn Flögu sem höfðu misst vinnuna, lögðu úr vör og stofnuðu Nox Medical á grunni þeirrar þekkingar og reynslu sem þau höfðu öðlast í störfum sínum fyrir Flögu. Nú átján árum síðar er Nox Medical leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun, framleiðslu og sölu lækningatækja sem notuðu eru eru af heilbrigðisstéttum um til greininga á svefntruflunum. Rúmlega 20 milljónir einstaklinga um allan heim hafa nú fengið greiningu á svefnvandamálum þar sem tækni Nox kemur við sögu. Starfsmenn Nox á Íslandi eru nú rúmlega 100 talsins. Auk þess starfa rúmlega 300 starfsmenn hjá systur fyrirtækjum Nox í bandaríkjunum en Nox Medical sameinaði starfsemi sína árið 2019 við Fusion Health í Atlanta undir merkjum Nox Health Group Inc. Velta samstæðunnar 2024 er áætluð rúmlega 10 milljarðar kr. Á 16 árum hefur Nox vaxið úr því að vera tekjulaus sproti í að vera stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum og hefur á sama tíma skilað rúmum 27 milljörðum af gjaldeyristekjum inn í íslenskt hagkerfi. Ekkert sprettur af sjálfu sér. Vissulega þarf góða og byltingakennda hugmynd, þrotlausar rannsóknir og þróun hugmyndarinnar til að koma henni í vöru. Það þarf að vera óhræddur við að gera mistök og læra af þeim. En fyrst og síðast er það kraftur, samheldni, útsjónarsemi og þrautseigja þess fólks sem leggur sig allt fram og vinnur sigrana. Það er mannauðurinn sem sem skilar þessum árangri. Þau fyrirtæki sem byggja verðmæta sköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og þeim verðmætum sem í mannauði býr, þurfa að búa við rekstrarskilyrði sem eru fyrsta flokks. Annars skjóta sprotar ekki rótum og ná aldrei að verða að þeim ævintýrum sem við höfum séð verða að veruleika á Íslandi í fyrirtækjum eins og Kerecis, Controlant , Alvotech, að ógleymdum brautryðjendum á sviði nýsköpunar og þekkingarfyrirtækjanna Össur og Marel. Samkeppni þjóðríkja Það er frekar stutt síðan að stjórnvöld hér að landi fóru að sjá tækifæri og vinna markvisst í því að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði fyrir þau fyrirtæki frumkvöðla sem sem byggja verðmætasköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og hugverkum. Í stjórnartíð síðustu tveggja ríkistjórna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur orðið grundvallar breyting á. Mikilvægi þess að styrkja grunnrannsóknir og sprota á fyrstu stigum eins og gert er gegnum Tækniþróunarsjóð Rannís er ótvírætt. Án tilvistar Tækniþróunarsjóðs hefur hugmyndin um Nox aldrei orðið að veruleika. Tilkoma Kríu Sprota og Nýsköpunarsjóðs árið 2021 hefur stuðlað að aukinni fjárfestingu vísisjóða í nýsköpunarfyrirtækjum og fjármögnunarumhverfi þeirra hefur tekið stakkaskiptum. Síðast en ekki síst skiptir sköpum sá hvati sem falinn er í endurgreiðslu hins opinbera á hluta fjárfestinga fyrirtækja í rannsókna og þróunarstarfi. Þessi hvati er eitt af áhrifaríkustu tækjum þjóðríkja í að laða til sín og byggja upp fyrirtæki í þekkingariðnaði. Þessi fyrirtæki byggja starfsemi sína alla jafna ekki á náttúruauðlindum annarri en þeirri sem í mannauð okkar býr. Fyrirkomulag þetta hefur sannað gildi sitt og þjóðhagslegur ávinningur sem af því hlýst er mikill. Hvati þessi til fjárfestinga skilar sér margfalt til baka til þjóðríkja í auknum skatttekjum. Katrínu á Bessastaði Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafa ríkisstjórnir hennar tekið veigamiklar, djarfar og framsæknar ákvarðanir sem styrkja samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leiða til þess að hér verða til ný fyrirtæki, ný störf og og öflugir tekjustraumar gjaldeyris sem spretta af nýsköpun. Ákvarðanir sem stuðla að aukinni hagsæld og verða til þess að við bjóðum komandi kynslóðum fjölbreytt spennandi og vel launuð störf sem við viljum að börnin okkar njóti. Það er vegna ótvíræðra leiðtogahæfleika Katrínar Jakobsdóttur, skilnings hennar á tækifærum nýsköpunar og þeim verðmætum og sköpunarkrafti sem í mannauð okkar býr, að hún er sá forseti sem ég óska mér. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox Medical, stjórnarformaður Nox Holding og Stjórnarmaður í Kríu sprota og nýsköpunarsjóði
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun