Einstakt tækifæri Þóra Valný Yngvadóttir skrifar 31. maí 2024 19:00 Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Sjá meira
Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun