Samherjar Hafþór Reynisson skrifar 31. maí 2024 21:00 Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. Ég ætlaði upphaflega að skrifa skoðanapistil þar sem ég myndi taka fram að “þitt atkvæði er þitt” og að skoðanakannanir og stærri og betur fjármagnaðar auglýsingaherferðir ættu að lúta í lægra haldi fyrir okkar einlægu tilfinningu fyrir því hver er best til þess fallin/n að gegna embætti forseta. Nú er ég ekki svo viss. Það sem hefur einkennt þessa kosningabaráttu síðan eitt tiltekið framboð kom fram, er aðför að andstæðingnum. Vinnubrögð sem markast af því að “hjóla í manninn”. Þetta er svo sem þekkt í pólitík, en svona groddaraleg vinnubrögð hafa yfirleitt ekki borið árangur í forsetakosningum hér á landi. Í þessum tilfellum er skítkast (jafnvel bókstaflega) og ímyndar-hernaður notaður til að rægja ímynd annarra frambjóðenda. Og þarna virðast tvær ólíkar fylkingar hafa sig mest í frammi, sameinaðar á bak við eitt og hið sama framboð. Þessar tvær ólíku, og pólitísku, fylkingar virðast vinna sem samherjar að því takmarki að skrímsla-væða andstæðinga sína. Þetta upphófst við fyrstu skoðanakönnun og var þá spjótum beint að þeim sem voru líklegastir keppinautar ákveðins frambjóðanda. Það sem hryggir mig er að þessi aðför að einstaklingum og þeirra fyrri gjörðum og skoðunum einskorðast ekki við frambjóðendur lengur. Almennir kjósendur og stuðningsmenn þessa framboðs hafa spilað sama leik gagnvart öllum þeim sem hafa dirfst að opinbera skoðun sína á framboðinu. Nú er lesendum sennilega orðið ljóst að ég er að tala um framboð Katrínar Jakobsdóttur og það fólk og þau öfl sem styðja hennar framboð. Það er gríðarlega sterkur stuðningur á bak við Katrínu, en því miður virðist þetta vera tónninn sem hefur verið settur af fylgjendum hennar. Nú hef ég bæði orðið vitni að sem og lesið um tilfelli þar sem fólk er beðið um að fjarlægja skrif sín sem eru gagnrýnin á framboð Katrínar, af stuðningsfólki hennar. Þetta hefur gengið svo langt að fólki er ýtt í „félagslegan skammarkrók“ vegna skoðanna sinna og gert er lítið úr þeim í ákveðnum hópum. Er það ekki þöggun? Annað sem þessi hópur stuðningsmanna Katrínar hefur gert er að halda því fram að það sé „karllægt“ að gagnrýna hana. Þannig sé gagnrýni á Katrínu, sem snýr m.a. að stöðu hennar sem fyrrum forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjórn, jafnvel merki um kvenhatur. Forsetakosningar hafa aldrei snúist jafn lítið um kyn og nú, enda eru sex konur og sex karlmenn á kjörseðlinum. Þar af eru þær allra sigurstranglegustu konur. Það er því engin árás feðraveldisins hér á ferð, þvert á móti mætti færa rök fyrir hinu andstæða. Komum aftur að minni skoðun, „Þitt atkvæði er þitt“. Ég stend við það, ef allir myndu kjósa af heilindum og eigin sannfæringu og Katrín Jakobsdóttir stæði uppi sem forseti þá væri hún líka minn forseti. En ef slagurinn á Bessastaði á að vinnast á þennan hátt, blóðugt, drullugt og án nokkurs þokka, verður það forsetaembættinu hvorki til fegrunar eða framdráttar og minni líkur eru á að sátt verði um Katrínu sem forseta, ef hún sigrar. Þegar við veitum atkvæði okkar skulum við ekki bara spyrja okkur að því hvern við viljum sjá sem forseta Íslands heldur líka hvernig við viljum velja okkar forseta. Því tónninn sem við setjum nú ákvarðar hvernig við, sem þjóð, höldum fram á við eftir kosningarnar. Höfundur er Íslendingur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun