Hver er besti skólastjórinn? Aðalheiður Björk Olgudóttir skrifar 31. maí 2024 12:15 Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu. Við blasti Ásdís Rán sem kynnti sig og framboð sitt til forseta Íslands og nemendur horfðu áhugasamir á. Þegar kynningunni lauk heyrðist sagt í bekknum: -Vá er hún í alvörunni 36 ára? hún lítur sko út fyrir að vera tuttuguogfjögurra! Á sumum borðum hafði þegar verið merkt við ákveðið nafn á blaði þótt kynningum væri langt í frá lokið en flestir tóku hlutverkið alvarlega og fylgdust vandlega með og biðu rólegir. Minn skjólstæðingur kom með semingi með mér. Hann hélt á blaði með nöfnum forsetaframbjóðendanna svo að ég spurði hann hvort þau væru að fara að kjósa? -Já, segir hann við erum að fara að kjósa skólastjóra. Ég hvái og hann segir að þau séu að horfa á alla kynna sig og svo eigi að kjósa skólastjóra, það sé samt í plati en þau séu að æfa sig að kjósa. -En gaman segi ég, viltu kannski klára að kjósa og koma svo á eftir til mín í tíma? Já hann hélt nú það, svo ég segi við hann að skilnaði -Þið eruð reyndar að kjósa forseta Íslands en ekki skólastjóra. Hann horfði efins á mig. -Það getur ekki verið, það er svo margt fólk, það er ekki gamalt og svo er fullt af konum. Vissulega góð rök í sumum löndum en ekki hér. Ekki lengur. Lýðræðið virkar þegar alls konar fólk af öllum kynjum með alls konar bakgrunn, á ýmsum aldri getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta árið er boðið upp á hlaðborð af frambærilegum kjósendum og mörgum finnst valið erfitt. Partur af lýðræðinu er að kynna sér framboðið, hlusta og ígrunda og síðan að lokum nýta sér dýrmætan kosningaréttinn og segja með því sína skoðun. Hver er hæfastur í starfið? Hver kemur best fyrir? Hver talar alltaf af virðingu um annað fólk? Hver eru fyrri störf? Hver mun gera okkur stoltust? Hver verður besti skólastjórinn? Við sem eldri erum ættum að taka börnin okkur til fyrirmyndar, hlusta, ígrunda, tala fallega og af virðingu um aðra, hlusta á hjartað og komast að niðurstöðu – fyrir okkur sjálf og kjósa svo samkvæmt því. Kæra unga fólk á öllum aldri: Nýtið kosningaréttinn þann 1. júní! Hann er ekki sjálfgefinn og hann skiptir máli! Það er fátt sem gleður mitt gamla kennarahjarta meira en að rekast á gamla nemendur á kjördag, uppábúna og hátíðlega að nýta kosningaréttinn sinn. Þá veit ég að eitthvað skilaði sér í gegn. Gleðilegar kosningar! Höfundur er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur Höfundur: Aðalheiður Björk Olgudóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu. Við blasti Ásdís Rán sem kynnti sig og framboð sitt til forseta Íslands og nemendur horfðu áhugasamir á. Þegar kynningunni lauk heyrðist sagt í bekknum: -Vá er hún í alvörunni 36 ára? hún lítur sko út fyrir að vera tuttuguogfjögurra! Á sumum borðum hafði þegar verið merkt við ákveðið nafn á blaði þótt kynningum væri langt í frá lokið en flestir tóku hlutverkið alvarlega og fylgdust vandlega með og biðu rólegir. Minn skjólstæðingur kom með semingi með mér. Hann hélt á blaði með nöfnum forsetaframbjóðendanna svo að ég spurði hann hvort þau væru að fara að kjósa? -Já, segir hann við erum að fara að kjósa skólastjóra. Ég hvái og hann segir að þau séu að horfa á alla kynna sig og svo eigi að kjósa skólastjóra, það sé samt í plati en þau séu að æfa sig að kjósa. -En gaman segi ég, viltu kannski klára að kjósa og koma svo á eftir til mín í tíma? Já hann hélt nú það, svo ég segi við hann að skilnaði -Þið eruð reyndar að kjósa forseta Íslands en ekki skólastjóra. Hann horfði efins á mig. -Það getur ekki verið, það er svo margt fólk, það er ekki gamalt og svo er fullt af konum. Vissulega góð rök í sumum löndum en ekki hér. Ekki lengur. Lýðræðið virkar þegar alls konar fólk af öllum kynjum með alls konar bakgrunn, á ýmsum aldri getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta árið er boðið upp á hlaðborð af frambærilegum kjósendum og mörgum finnst valið erfitt. Partur af lýðræðinu er að kynna sér framboðið, hlusta og ígrunda og síðan að lokum nýta sér dýrmætan kosningaréttinn og segja með því sína skoðun. Hver er hæfastur í starfið? Hver kemur best fyrir? Hver talar alltaf af virðingu um annað fólk? Hver eru fyrri störf? Hver mun gera okkur stoltust? Hver verður besti skólastjórinn? Við sem eldri erum ættum að taka börnin okkur til fyrirmyndar, hlusta, ígrunda, tala fallega og af virðingu um aðra, hlusta á hjartað og komast að niðurstöðu – fyrir okkur sjálf og kjósa svo samkvæmt því. Kæra unga fólk á öllum aldri: Nýtið kosningaréttinn þann 1. júní! Hann er ekki sjálfgefinn og hann skiptir máli! Það er fátt sem gleður mitt gamla kennarahjarta meira en að rekast á gamla nemendur á kjördag, uppábúna og hátíðlega að nýta kosningaréttinn sinn. Þá veit ég að eitthvað skilaði sér í gegn. Gleðilegar kosningar! Höfundur er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur Höfundur: Aðalheiður Björk Olgudóttir
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun