Það á að kjósa með Exi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 29. maí 2024 12:05 Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK. Það er bannað að taka mynd af kjörseðlinum og birta á netmiðlun á kjördag, það kallast kosningaáróður á kjörstað en það er alveg bannað. Vonandi mæta ungir sem aldnir, þið unga fólkið okkar endilega nýta kosningaréttinn þó ekki væri nema að máta sig við hvernig þetta gengur fyrir sig. Allir ættu að skoða hvern frambjóðanda fyrir sig og hugsa hvort við viljum heyra og sjá þennan einstakling við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri næstu fjögur árin eða svo. Það er að mörgu að hyggja, hvað þarf forseti að hafa til að bera? Vera mælskur, kunna að koma fyrir sig orði? Vera glæsilegur og þjóðinni til sóma innlends sem erlendis? Vera sameiningartákn og stoð í gleði sem og sorg? Vera höfðinglegur, einhver til að líta upp til? Vera hlutlaus? Vera skemmtilegur? Vera hugrakkur og djarfur þegar á reynir? Þetta mælir hvorki með né á móti frambjóðendunum tólf og útilokar engan þeirra, því föngulegan hóp af hæfu, góðu og glæsilegu fólki höfum við úr að velja, þetta er okkar lúxusvandamál. En það eru 12 í framboði ekki bara þessi sex sem birtast oftast á skjánum því þau eiga nóg af peningum og fjölmiðlar hampa þeim óspart. Hinir sex má sjá hér og mæli ég með að þið skoðið þeirra framboð vel. Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir. Ég ætla ekki að segja ykkur hvern þið eigið að kjósa né hvern á ekki að kjósa, ég ætla ekki heldur að segja ykkur hvað ég ætla eða ætla ekki að kjósa, því ég vil ekki hafa áhrif á annara val. Þetta er ykkar val, látið kannanir, fjölmiðla, ættingja og síst af öllu mig hafa áhrif á ykkar val, kynnið ykkur málin, ræðið þau og veltið þeim fyrir ykkur, mátið þá við Bessastaði. Þegar í kjörklefann kemur lesið öll nöfnin 12, gefið ykkur tíma áður en þið veljið, þetta er ykkar val og engin sér hvað þið völduð. Munið að kjósa með hjartanu, NEI ég meina X "Öllu gríni fylgir einhver ánægja" eins og sagt var við mig um árið á Flateyri. Tylft fram sýna krafta bauð Þjóðinni úr að velja Stefnur sínar saman sauð Og kosti upp að telja Milli þeirra uppúr sauð Upphófust skítköst nokkur Umræðan frekar snauð lítið hjálpar okkur Höfundur er virkur í skoðanakönnunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK. Það er bannað að taka mynd af kjörseðlinum og birta á netmiðlun á kjördag, það kallast kosningaáróður á kjörstað en það er alveg bannað. Vonandi mæta ungir sem aldnir, þið unga fólkið okkar endilega nýta kosningaréttinn þó ekki væri nema að máta sig við hvernig þetta gengur fyrir sig. Allir ættu að skoða hvern frambjóðanda fyrir sig og hugsa hvort við viljum heyra og sjá þennan einstakling við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri næstu fjögur árin eða svo. Það er að mörgu að hyggja, hvað þarf forseti að hafa til að bera? Vera mælskur, kunna að koma fyrir sig orði? Vera glæsilegur og þjóðinni til sóma innlends sem erlendis? Vera sameiningartákn og stoð í gleði sem og sorg? Vera höfðinglegur, einhver til að líta upp til? Vera hlutlaus? Vera skemmtilegur? Vera hugrakkur og djarfur þegar á reynir? Þetta mælir hvorki með né á móti frambjóðendunum tólf og útilokar engan þeirra, því föngulegan hóp af hæfu, góðu og glæsilegu fólki höfum við úr að velja, þetta er okkar lúxusvandamál. En það eru 12 í framboði ekki bara þessi sex sem birtast oftast á skjánum því þau eiga nóg af peningum og fjölmiðlar hampa þeim óspart. Hinir sex má sjá hér og mæli ég með að þið skoðið þeirra framboð vel. Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir. Ég ætla ekki að segja ykkur hvern þið eigið að kjósa né hvern á ekki að kjósa, ég ætla ekki heldur að segja ykkur hvað ég ætla eða ætla ekki að kjósa, því ég vil ekki hafa áhrif á annara val. Þetta er ykkar val, látið kannanir, fjölmiðla, ættingja og síst af öllu mig hafa áhrif á ykkar val, kynnið ykkur málin, ræðið þau og veltið þeim fyrir ykkur, mátið þá við Bessastaði. Þegar í kjörklefann kemur lesið öll nöfnin 12, gefið ykkur tíma áður en þið veljið, þetta er ykkar val og engin sér hvað þið völduð. Munið að kjósa með hjartanu, NEI ég meina X "Öllu gríni fylgir einhver ánægja" eins og sagt var við mig um árið á Flateyri. Tylft fram sýna krafta bauð Þjóðinni úr að velja Stefnur sínar saman sauð Og kosti upp að telja Milli þeirra uppúr sauð Upphófust skítköst nokkur Umræðan frekar snauð lítið hjálpar okkur Höfundur er virkur í skoðanakönnunum
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun