Villir á sér heimildir Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 29. maí 2024 12:16 Katrín Jakobsdóttir hefur látið af starfi sem forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna og boðið sig fram í embætti forseta sem kjósa skal næsta laugardag, 1. júní. Katrín ber auðvitað fulla ábyrgð á verkum þeirrar ríkisstjórnar sem hún stýrði og þá kannski sérstaklega eigin verkum og ráðherranna úr hennar eigin flokki. Katrín hefur á stjórnmálaferli sínum verið einn harðasti alræðissinni í landinu og hefur það reglulega komið fram í pólitísku starfi hennar undanfarin ár og áratugi. Meðal þeirra afreka sem hún hefur drýgt eða átt beinan þátt í að drýgja eru eftirtalin: Hún hefur verið andvíg öllum einkarekstri í landinu. Sérstaklega hefur borið á andúð hennar á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur leitt til mun hærri kostnaðar fyrir skattgreiðendur en ella hefði verið. Hún hefur tekið þátt í andúð á náttúruvænum orkuvirkjunum. Hefur aðferðin þá verið sú að láta margmennar nefndir umhverfissinna fjalla um ákvarðanir um virkjanir og tefja þær. Hefur ekki verið ráðist í virkjanir um margra ára skeið. T.d. hefur ekki verið ráðist í að reisa Hvammsvirkjun í Þjórsá þó að fyrir hafi legið að í þá virkjun hafi mátt ráðast fyrir mörgum árum. Nú er svo komið að framleiða þarf raforku með olíu víða í landinu með þeim skaðlegu áhrifum sem slíkt hefur haft, þegar haft er í huga að einna verðmætustu auðlindir þjóðarinnar eru fólgnar í virkjunum vatnsorku og jarðhita. Hún greiddi á Alþingi atkvæði með aðförinni að Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra eftir hrunið 2008. Sú aðför mistókst með öllu en verður þjóðinni til ævarandi skammar. Hún telur að leyfa eigi fóstureyðingar alveg fram að fæðingu barna. Hún tók þátt í fyrirvaralausri aðför að hvalveiðum við landið. Beindist aðförin eingöngu að einu fyrirtæki sem hafði lagt stund á þessar veiðar. Liggur ljóst fyrir að þessi aðför mun leiða til bótagreiðslna úr ríkissjóði sem talið er að muni nema einhverjum milljörðum króna. Hún vill ekki að heimiluð verði heimiluð smásala á áfengi í matvöruverslunum. Fleiri mál má sjálfsagt nefna þar sem afstaða hennar byggist á alræðishyggju á borð við þá sem ræður í ríkjum sem sósíalistar ráða í heiminum. Líklegt er að hún kunni sem forseti að beita neitunarvaldi á lagasetningu í þágu nefndra verkefna gefist henni tækifæri til. Þegar kjósendur gera upp á milli frambjóðenda í kosningu forseta um næstu helgi verður ekki hjá því komist að leggja mat á fortíð þeirra því ekki er unnt að gera ráð fyrir að þeir muni umbreyta persónu sinni og skoðunum nái þeir kjöri. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur komið fram að kjósendur og stuðningsmenn Sjálfstæðismanna muni verða stærsti stuðningshópur þessa frambjóðanda. Fyrir liggur að nokkrir áhrifamestu forystumenn flokksins styðja hana. Virðist m.a. Morgunblaðið gera það þótt með óbeinum hætti sé. Ástæða er til að vekja athygli þjóðarinnar á þessum undarlegu kringumstæðum. Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur látið af starfi sem forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna og boðið sig fram í embætti forseta sem kjósa skal næsta laugardag, 1. júní. Katrín ber auðvitað fulla ábyrgð á verkum þeirrar ríkisstjórnar sem hún stýrði og þá kannski sérstaklega eigin verkum og ráðherranna úr hennar eigin flokki. Katrín hefur á stjórnmálaferli sínum verið einn harðasti alræðissinni í landinu og hefur það reglulega komið fram í pólitísku starfi hennar undanfarin ár og áratugi. Meðal þeirra afreka sem hún hefur drýgt eða átt beinan þátt í að drýgja eru eftirtalin: Hún hefur verið andvíg öllum einkarekstri í landinu. Sérstaklega hefur borið á andúð hennar á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Þetta hefur leitt til mun hærri kostnaðar fyrir skattgreiðendur en ella hefði verið. Hún hefur tekið þátt í andúð á náttúruvænum orkuvirkjunum. Hefur aðferðin þá verið sú að láta margmennar nefndir umhverfissinna fjalla um ákvarðanir um virkjanir og tefja þær. Hefur ekki verið ráðist í virkjanir um margra ára skeið. T.d. hefur ekki verið ráðist í að reisa Hvammsvirkjun í Þjórsá þó að fyrir hafi legið að í þá virkjun hafi mátt ráðast fyrir mörgum árum. Nú er svo komið að framleiða þarf raforku með olíu víða í landinu með þeim skaðlegu áhrifum sem slíkt hefur haft, þegar haft er í huga að einna verðmætustu auðlindir þjóðarinnar eru fólgnar í virkjunum vatnsorku og jarðhita. Hún greiddi á Alþingi atkvæði með aðförinni að Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra eftir hrunið 2008. Sú aðför mistókst með öllu en verður þjóðinni til ævarandi skammar. Hún telur að leyfa eigi fóstureyðingar alveg fram að fæðingu barna. Hún tók þátt í fyrirvaralausri aðför að hvalveiðum við landið. Beindist aðförin eingöngu að einu fyrirtæki sem hafði lagt stund á þessar veiðar. Liggur ljóst fyrir að þessi aðför mun leiða til bótagreiðslna úr ríkissjóði sem talið er að muni nema einhverjum milljörðum króna. Hún vill ekki að heimiluð verði heimiluð smásala á áfengi í matvöruverslunum. Fleiri mál má sjálfsagt nefna þar sem afstaða hennar byggist á alræðishyggju á borð við þá sem ræður í ríkjum sem sósíalistar ráða í heiminum. Líklegt er að hún kunni sem forseti að beita neitunarvaldi á lagasetningu í þágu nefndra verkefna gefist henni tækifæri til. Þegar kjósendur gera upp á milli frambjóðenda í kosningu forseta um næstu helgi verður ekki hjá því komist að leggja mat á fortíð þeirra því ekki er unnt að gera ráð fyrir að þeir muni umbreyta persónu sinni og skoðunum nái þeir kjöri. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur komið fram að kjósendur og stuðningsmenn Sjálfstæðismanna muni verða stærsti stuðningshópur þessa frambjóðanda. Fyrir liggur að nokkrir áhrifamestu forystumenn flokksins styðja hana. Virðist m.a. Morgunblaðið gera það þótt með óbeinum hætti sé. Ástæða er til að vekja athygli þjóðarinnar á þessum undarlegu kringumstæðum. Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar