Sund og Halla Hrund Valdimar Tr. Hafstein skrifar 30. maí 2024 07:02 Sundlaugarnar eru staður þar sem ókunnugir hittast, þar sem leiðir fólks liggja saman, þar sem óvinir geta ekki forðast hver annan. Þar kemur saman fólkið úr hverfinu, þorpinu, sveitinni, fólk á öllum aldri með margs konar bakgrunn, ýmis konar holningu og alls konar sýn á lífið. Fjórir af hverjum fimm fullorðnum Íslendingum fara í sund. Sundlaugarnar eru staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér—fyrst berrassað, svo í sundfötum. Þessi íslenska sundmenning er sérstök og í henni kristallast margt sem er gott við okkar opna og lýðræðislega samfélag en hún er líka til marks um hvað við erum rík af auðlindum. Forsendan fyrir öllum þessum sundlaugum er auðvitað heita vatnið. Við göngum nánast að því sem gefnu en mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í jarðhitanum. Þegar heitt vatn fannst í Skutulsfirði um síðustu helgi sagði bæjarstjórinn á Ísafirði réttilega að það væri eins og að finna gull. Við treystum á að ofnarnir hiti heimilið og að heitt vatn renni úr krönum þegar við skrúfum frá. Satt að segja er erfitt að ímynda sér lífið hér á landi án þess. Sundið er kannski skýrasta og sýnilegasta birtingarmynd almannagæða – auðlinda í almannaeigu. Það er ekki sjálfgefið að auðlindir séu almannagæði: vatnið, jarðhitinn, orkan – eða sundlaugar. Þannig er það ekki alls staðar. Við búum að fyrirhyggju og samtakamætti fyrri kynslóða, en það er ekki of seint að klúðra þessu. Það hljómar kannski skringilega, en það er vilji til þess á háum stöðum að klúðra þessu. Það hefur þegar gerst í einum landshluta því Orkuveita Suðurnesja var einkavædd og arðurinn af henni fluttur úr landi. Þá hefur forsætisráðherra lýst vilja til að skoða sölu á Landsvirkjun og dómsmálaráðherra hefur talað fyrir sölunni. Viðskiptaráð, stærsti þrýstihópur landsins í eigu helstu fyrirtækja þess, lagði til við ríkisstjórnina fyrir tveimur mánuðum síðan að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða verði öll einkavædd. Þess vegna hef ég hrifist af þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlindirnar okkar í sínu forsetaframboði. Hún talar af mikilli þekkingu en líka af miklum kærleika um þessar undirstöður velferðar í landinu og hún hefur heitið því að sem forseti standi hún vörð um þjóðarauðlindirnar: orkuna, vatnið, fiskimiðin, firðina og náttúruna. Þetta er tímabær og brýn áhersla. Ef Halla Hrund sæti á Bessastöðum myndu stjórnmálamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leyfðu fjárfestum að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir, vitandi að forsetinn myndi skjóta málinu til þjóðarinnar. Í atkvæðagreiðslunni sem tæki við myndi forseti Íslands tala fyrir langtímahagsmunum og almannahag. Þannig forseta vil ég. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund núna á laugardaginn – þegar ég er búinn í sundi. Höfundur er þjóðfræðingur og áhugamaður um sund og auðlindir í þjóðareigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sundlaugarnar eru staður þar sem ókunnugir hittast, þar sem leiðir fólks liggja saman, þar sem óvinir geta ekki forðast hver annan. Þar kemur saman fólkið úr hverfinu, þorpinu, sveitinni, fólk á öllum aldri með margs konar bakgrunn, ýmis konar holningu og alls konar sýn á lífið. Fjórir af hverjum fimm fullorðnum Íslendingum fara í sund. Sundlaugarnar eru staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér—fyrst berrassað, svo í sundfötum. Þessi íslenska sundmenning er sérstök og í henni kristallast margt sem er gott við okkar opna og lýðræðislega samfélag en hún er líka til marks um hvað við erum rík af auðlindum. Forsendan fyrir öllum þessum sundlaugum er auðvitað heita vatnið. Við göngum nánast að því sem gefnu en mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í jarðhitanum. Þegar heitt vatn fannst í Skutulsfirði um síðustu helgi sagði bæjarstjórinn á Ísafirði réttilega að það væri eins og að finna gull. Við treystum á að ofnarnir hiti heimilið og að heitt vatn renni úr krönum þegar við skrúfum frá. Satt að segja er erfitt að ímynda sér lífið hér á landi án þess. Sundið er kannski skýrasta og sýnilegasta birtingarmynd almannagæða – auðlinda í almannaeigu. Það er ekki sjálfgefið að auðlindir séu almannagæði: vatnið, jarðhitinn, orkan – eða sundlaugar. Þannig er það ekki alls staðar. Við búum að fyrirhyggju og samtakamætti fyrri kynslóða, en það er ekki of seint að klúðra þessu. Það hljómar kannski skringilega, en það er vilji til þess á háum stöðum að klúðra þessu. Það hefur þegar gerst í einum landshluta því Orkuveita Suðurnesja var einkavædd og arðurinn af henni fluttur úr landi. Þá hefur forsætisráðherra lýst vilja til að skoða sölu á Landsvirkjun og dómsmálaráðherra hefur talað fyrir sölunni. Viðskiptaráð, stærsti þrýstihópur landsins í eigu helstu fyrirtækja þess, lagði til við ríkisstjórnina fyrir tveimur mánuðum síðan að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða verði öll einkavædd. Þess vegna hef ég hrifist af þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlindirnar okkar í sínu forsetaframboði. Hún talar af mikilli þekkingu en líka af miklum kærleika um þessar undirstöður velferðar í landinu og hún hefur heitið því að sem forseti standi hún vörð um þjóðarauðlindirnar: orkuna, vatnið, fiskimiðin, firðina og náttúruna. Þetta er tímabær og brýn áhersla. Ef Halla Hrund sæti á Bessastöðum myndu stjórnmálamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leyfðu fjárfestum að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir, vitandi að forsetinn myndi skjóta málinu til þjóðarinnar. Í atkvæðagreiðslunni sem tæki við myndi forseti Íslands tala fyrir langtímahagsmunum og almannahag. Þannig forseta vil ég. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund núna á laugardaginn – þegar ég er búinn í sundi. Höfundur er þjóðfræðingur og áhugamaður um sund og auðlindir í þjóðareigu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun