Sund og Halla Hrund Valdimar Tr. Hafstein skrifar 30. maí 2024 07:02 Sundlaugarnar eru staður þar sem ókunnugir hittast, þar sem leiðir fólks liggja saman, þar sem óvinir geta ekki forðast hver annan. Þar kemur saman fólkið úr hverfinu, þorpinu, sveitinni, fólk á öllum aldri með margs konar bakgrunn, ýmis konar holningu og alls konar sýn á lífið. Fjórir af hverjum fimm fullorðnum Íslendingum fara í sund. Sundlaugarnar eru staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér—fyrst berrassað, svo í sundfötum. Þessi íslenska sundmenning er sérstök og í henni kristallast margt sem er gott við okkar opna og lýðræðislega samfélag en hún er líka til marks um hvað við erum rík af auðlindum. Forsendan fyrir öllum þessum sundlaugum er auðvitað heita vatnið. Við göngum nánast að því sem gefnu en mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í jarðhitanum. Þegar heitt vatn fannst í Skutulsfirði um síðustu helgi sagði bæjarstjórinn á Ísafirði réttilega að það væri eins og að finna gull. Við treystum á að ofnarnir hiti heimilið og að heitt vatn renni úr krönum þegar við skrúfum frá. Satt að segja er erfitt að ímynda sér lífið hér á landi án þess. Sundið er kannski skýrasta og sýnilegasta birtingarmynd almannagæða – auðlinda í almannaeigu. Það er ekki sjálfgefið að auðlindir séu almannagæði: vatnið, jarðhitinn, orkan – eða sundlaugar. Þannig er það ekki alls staðar. Við búum að fyrirhyggju og samtakamætti fyrri kynslóða, en það er ekki of seint að klúðra þessu. Það hljómar kannski skringilega, en það er vilji til þess á háum stöðum að klúðra þessu. Það hefur þegar gerst í einum landshluta því Orkuveita Suðurnesja var einkavædd og arðurinn af henni fluttur úr landi. Þá hefur forsætisráðherra lýst vilja til að skoða sölu á Landsvirkjun og dómsmálaráðherra hefur talað fyrir sölunni. Viðskiptaráð, stærsti þrýstihópur landsins í eigu helstu fyrirtækja þess, lagði til við ríkisstjórnina fyrir tveimur mánuðum síðan að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða verði öll einkavædd. Þess vegna hef ég hrifist af þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlindirnar okkar í sínu forsetaframboði. Hún talar af mikilli þekkingu en líka af miklum kærleika um þessar undirstöður velferðar í landinu og hún hefur heitið því að sem forseti standi hún vörð um þjóðarauðlindirnar: orkuna, vatnið, fiskimiðin, firðina og náttúruna. Þetta er tímabær og brýn áhersla. Ef Halla Hrund sæti á Bessastöðum myndu stjórnmálamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leyfðu fjárfestum að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir, vitandi að forsetinn myndi skjóta málinu til þjóðarinnar. Í atkvæðagreiðslunni sem tæki við myndi forseti Íslands tala fyrir langtímahagsmunum og almannahag. Þannig forseta vil ég. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund núna á laugardaginn – þegar ég er búinn í sundi. Höfundur er þjóðfræðingur og áhugamaður um sund og auðlindir í þjóðareigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Sundlaugarnar eru staður þar sem ókunnugir hittast, þar sem leiðir fólks liggja saman, þar sem óvinir geta ekki forðast hver annan. Þar kemur saman fólkið úr hverfinu, þorpinu, sveitinni, fólk á öllum aldri með margs konar bakgrunn, ýmis konar holningu og alls konar sýn á lífið. Fjórir af hverjum fimm fullorðnum Íslendingum fara í sund. Sundlaugarnar eru staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér—fyrst berrassað, svo í sundfötum. Þessi íslenska sundmenning er sérstök og í henni kristallast margt sem er gott við okkar opna og lýðræðislega samfélag en hún er líka til marks um hvað við erum rík af auðlindum. Forsendan fyrir öllum þessum sundlaugum er auðvitað heita vatnið. Við göngum nánast að því sem gefnu en mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í jarðhitanum. Þegar heitt vatn fannst í Skutulsfirði um síðustu helgi sagði bæjarstjórinn á Ísafirði réttilega að það væri eins og að finna gull. Við treystum á að ofnarnir hiti heimilið og að heitt vatn renni úr krönum þegar við skrúfum frá. Satt að segja er erfitt að ímynda sér lífið hér á landi án þess. Sundið er kannski skýrasta og sýnilegasta birtingarmynd almannagæða – auðlinda í almannaeigu. Það er ekki sjálfgefið að auðlindir séu almannagæði: vatnið, jarðhitinn, orkan – eða sundlaugar. Þannig er það ekki alls staðar. Við búum að fyrirhyggju og samtakamætti fyrri kynslóða, en það er ekki of seint að klúðra þessu. Það hljómar kannski skringilega, en það er vilji til þess á háum stöðum að klúðra þessu. Það hefur þegar gerst í einum landshluta því Orkuveita Suðurnesja var einkavædd og arðurinn af henni fluttur úr landi. Þá hefur forsætisráðherra lýst vilja til að skoða sölu á Landsvirkjun og dómsmálaráðherra hefur talað fyrir sölunni. Viðskiptaráð, stærsti þrýstihópur landsins í eigu helstu fyrirtækja þess, lagði til við ríkisstjórnina fyrir tveimur mánuðum síðan að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða verði öll einkavædd. Þess vegna hef ég hrifist af þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlindirnar okkar í sínu forsetaframboði. Hún talar af mikilli þekkingu en líka af miklum kærleika um þessar undirstöður velferðar í landinu og hún hefur heitið því að sem forseti standi hún vörð um þjóðarauðlindirnar: orkuna, vatnið, fiskimiðin, firðina og náttúruna. Þetta er tímabær og brýn áhersla. Ef Halla Hrund sæti á Bessastöðum myndu stjórnmálamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leyfðu fjárfestum að sölsa undir sig sameiginlegar auðlindir, vitandi að forsetinn myndi skjóta málinu til þjóðarinnar. Í atkvæðagreiðslunni sem tæki við myndi forseti Íslands tala fyrir langtímahagsmunum og almannahag. Þannig forseta vil ég. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund núna á laugardaginn – þegar ég er búinn í sundi. Höfundur er þjóðfræðingur og áhugamaður um sund og auðlindir í þjóðareigu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun