Ég kýs femínista á Bessastaði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. maí 2024 08:30 Ég fagna framboði Katrínar Jakobsdóttur til forseta og styð hana með ráðum og dáð. Ástæðan er sú að Katrín stendur fyrir þau gildi sem skipta mig máli. Hún er gallharður femínisti sem leggur áherslu á mannréttindi, lýðræði og friðsamlegar lausnir. Sem femínisti hefur Katrín sýnt það með verkum sínum að hún fylgir eftir málefnum sem skipta máli fyrir frelsi og sjálfstæði kvenna og hinsegin fólks sem hefur iðulega kallað á talsverða baráttu til að ná fram. Dæmin eru fjölmörg og má þar nefna framsækna þungunarrofslöggjöf, löggjöf um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti auk stórbættrar réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum. Nýlega var tilkynnt að Ísland hafi tekið stökk á Regnbogakorti ILGA og er nú í öðru sæti ásamt því að vera í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu sem er afrakstur breytinga á lagalegum réttindum hinsegin fólks. Í tengslum við gerð kjarasamninga hefur Katrín líka dregið vagninn varðandi mál sem varða konur á vinnumarkaði miklu eins og lengingu fæðingarorlofs og hækkun á greiðslum, styttingu vinnuvikunnar og endurmat á virði kvennastarfa. Þá vakti stuðningur og þátttaka Katrínar í Kvennaverkfallinu síðastliðið haust heimsathygli. Það hefur vakið athygli að flest sem hafa unnið með Katrínu styðja framboð hennar. Það þarf ekki að koma að óvart enda er hún einstök í viðkynningu, afburðagreind, setur sig inn í mál af dýpt og er fylgin sannfæringu sinni en tilbúin til málamiðlana þegar nauðsyn krefur. Hún hefur einstakt lag á að vinna með fólki úr ólíkum áttum, er hlý, skemmtileg og hörkudugleg. Katrín nýtur líka sterkrar stöðu á alþjóðavettvangi og þar mun hún tryggja að rödd Íslands heyrist og tala fyrir þeim áherslum sem skipta máli fyrir friðsamleg velferðarsamfélög. Fyrir mig vegur þyngst á metunum þær femínísku áherslur sem hún stendur fyrir. Þess vegna mun ég kjósa Katrínu í forsetakjörinu 1. júní nk. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég fagna framboði Katrínar Jakobsdóttur til forseta og styð hana með ráðum og dáð. Ástæðan er sú að Katrín stendur fyrir þau gildi sem skipta mig máli. Hún er gallharður femínisti sem leggur áherslu á mannréttindi, lýðræði og friðsamlegar lausnir. Sem femínisti hefur Katrín sýnt það með verkum sínum að hún fylgir eftir málefnum sem skipta máli fyrir frelsi og sjálfstæði kvenna og hinsegin fólks sem hefur iðulega kallað á talsverða baráttu til að ná fram. Dæmin eru fjölmörg og má þar nefna framsækna þungunarrofslöggjöf, löggjöf um kynferðislega friðhelgi og umsáturseinelti auk stórbættrar réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum. Nýlega var tilkynnt að Ísland hafi tekið stökk á Regnbogakorti ILGA og er nú í öðru sæti ásamt því að vera í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu sem er afrakstur breytinga á lagalegum réttindum hinsegin fólks. Í tengslum við gerð kjarasamninga hefur Katrín líka dregið vagninn varðandi mál sem varða konur á vinnumarkaði miklu eins og lengingu fæðingarorlofs og hækkun á greiðslum, styttingu vinnuvikunnar og endurmat á virði kvennastarfa. Þá vakti stuðningur og þátttaka Katrínar í Kvennaverkfallinu síðastliðið haust heimsathygli. Það hefur vakið athygli að flest sem hafa unnið með Katrínu styðja framboð hennar. Það þarf ekki að koma að óvart enda er hún einstök í viðkynningu, afburðagreind, setur sig inn í mál af dýpt og er fylgin sannfæringu sinni en tilbúin til málamiðlana þegar nauðsyn krefur. Hún hefur einstakt lag á að vinna með fólki úr ólíkum áttum, er hlý, skemmtileg og hörkudugleg. Katrín nýtur líka sterkrar stöðu á alþjóðavettvangi og þar mun hún tryggja að rödd Íslands heyrist og tala fyrir þeim áherslum sem skipta máli fyrir friðsamleg velferðarsamfélög. Fyrir mig vegur þyngst á metunum þær femínísku áherslur sem hún stendur fyrir. Þess vegna mun ég kjósa Katrínu í forsetakjörinu 1. júní nk. Höfundur er hagfræðingur BSRB.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun