Óvelkomið Evrópumet Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. maí 2024 10:30 Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun