„Við höfum ekkert“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2024 16:59 Palestínsk fjölskylda á vergangi leitar í tjaldi þeirra eftir árásir vestur af Rafah í dag. AP/Jehad Alshrafi Ísraelskir hermenn óku í dag skriðdrekum inn í Rafah á Gasaströndinni. Þá voru skriðdrekar notaðir til að skjóta að tjaldbúðum vestur af borginni þar sem fólk á vergangi hafði komið sér fyrir. Minnst 21 féll í skothríðinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera áhlaup með þessum hætti á Rafah en það var gert í kjölfar þess að minnsta kosti 45 féllu í loftárásum Ísraela á aðrar tjaldbúðir í borginni og um tvö hundruð særðust. Myndefni af vettvangi eldhafsins hefur meðal annars sýnt illa brunnin lík og mann halda á líki höfuðlauss barns. Árásirnar eiga að hafa beinst gegn tveimur leiðtogum Hamas-samtakanna, sem Ísraelar segja að hafi fallið í þeim. Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Forsvarsmenn ísraelska hersins höfðu í gær haldið því fram að mögulega hefðu Hamas-liðar kveikt eldinn. Hljóðið hefur þó breyst í dag þar sem Ísraelar eru sagðir hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum að brot úr sprengjunum sem varpað var á búðirnar hafi lent í nærliggjandi eldsneytistanki og eldurinn hafi kviknað þannig. Ísraelskur hermaður á skriðdreka veifar til ljósmyndara. Fyrstu skriðdrekunum var ekið inn í Rafah í dag.AP/Leo Correa Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði í dag að einnig væri mögulegt að sprengjur sem hefðu getað verið í geymslu nærri skotmarkinu hafi sprungið í loftárásunum. Þær sprengjur sem notaðar voru væru ekki nægilega öflugar, samkvæmt frétt CNN. Enn væri þó ekki hægt að segja til um upptök eldsins með vissu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, lýsti dauða fólksins sem hræðilegum mistökum í gær en atvikið og árásir Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýndar á heimssviðinu. Koma neyðarbirgðum ekki til Rafah Áætlað er að meira en milljón manns, eða tæplega helmingur íbúa Gasastrandarinnar, hafi flúið til Rafah á undanförnum mánuðum, vegna hernaðar Ísraela. Hundruð þúsunda þeirra hafa svo þurft að flýja aftur vegna árása á borgina á undanförnum vikum. Þetta fólk hefur dreifst um stór svæði og heldur til í tjöldum, við slæmar aðstæður. Þessum svæðum hefur verið lýst sem mannúðarsvæðum en þar má finna mjög fá eldhús, markaði eða sjúkrahús, svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt AP fréttaveitunni má finna umfangsmiklar tjaldbúðir á rúmlega sextán kílómetra löngum kafla syðst með strönd Gasastrandarinnar. Þar hafa fjölskyldur grafið skurði þar sem fólk getur gengið örna sinna og eru feður sagðir fara um í leit að mat og vatni á meðan börn grafa í gegnum rusl og rústir húsa til að finna brak sem hægt er að brenna og nota til að elda mat. Þá hefur verulega dregið úr flæði neyðarbirgða til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Ísraelar segja að 370 vörubílum hafi verið hleypt inn á svæðið í gær með matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar en forsvarsmenn Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segja að einungis þrjátíu bílar hafi skilað sér á áfangastað í dag, vegna takmarkana á því hvar hægt sé að aka þeim og vegna átaka á svæðinu. Flestar neyðarbirgðir berast inna á Gasaströndina í norðri, gegnum tvær landamærastöðvar og bryggju sem Bandaríkjamenn hafa reist. Henni var lokað í dag um tíma vegna veðurs. Rafah er þó syðsta borga svæðisins en þar er búið að loka tveimur stærstu landamærastöðvum Gasa og hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki aðgang að þeim. „Ástandið er raunarlegt,“ sagði einn viðmælandi AP. „Við erum með tuttugu manns í tjaldinu, ekkert hreint vatn, ekkert rafmagn. Við höfum ekkert.“ Hann sagði erfitt að útskýra tilfinningar sínar að svo stöddu. „Þetta er búið að gera út af við okkur andlega,“ sagði Mohammad Abu Radwan. Hann flúði Rafah skömmu eftir fyrstu árásir Ísraela á borigina þann 6. maí en hann og fjölskylda hans héldu til í húsi í borginni. Það tók þau rúman dag að setja saman heimagert tjald og við hlið þess grófu þau skurð fyrir klósettaðstöðu. Finna má gífurlega umfangsmiklar tjaldbúðir víða á Gasaströndinni. Aðstæður á suðurhluta svæðisins hafa farið hratt versnandi.AP/Hatem Ali Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir 36 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum átta mánuðum. Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi.Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur skipað Ísraelum að láta af hernaði í Rafah. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. 28. maí 2024 08:21 Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. 28. maí 2024 06:41 Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. 26. maí 2024 10:15 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera áhlaup með þessum hætti á Rafah en það var gert í kjölfar þess að minnsta kosti 45 féllu í loftárásum Ísraela á aðrar tjaldbúðir í borginni og um tvö hundruð særðust. Myndefni af vettvangi eldhafsins hefur meðal annars sýnt illa brunnin lík og mann halda á líki höfuðlauss barns. Árásirnar eiga að hafa beinst gegn tveimur leiðtogum Hamas-samtakanna, sem Ísraelar segja að hafi fallið í þeim. Sjá einnig: Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Forsvarsmenn ísraelska hersins höfðu í gær haldið því fram að mögulega hefðu Hamas-liðar kveikt eldinn. Hljóðið hefur þó breyst í dag þar sem Ísraelar eru sagðir hafa tilkynnt Bandaríkjamönnum að brot úr sprengjunum sem varpað var á búðirnar hafi lent í nærliggjandi eldsneytistanki og eldurinn hafi kviknað þannig. Ísraelskur hermaður á skriðdreka veifar til ljósmyndara. Fyrstu skriðdrekunum var ekið inn í Rafah í dag.AP/Leo Correa Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði í dag að einnig væri mögulegt að sprengjur sem hefðu getað verið í geymslu nærri skotmarkinu hafi sprungið í loftárásunum. Þær sprengjur sem notaðar voru væru ekki nægilega öflugar, samkvæmt frétt CNN. Enn væri þó ekki hægt að segja til um upptök eldsins með vissu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, lýsti dauða fólksins sem hræðilegum mistökum í gær en atvikið og árásir Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýndar á heimssviðinu. Koma neyðarbirgðum ekki til Rafah Áætlað er að meira en milljón manns, eða tæplega helmingur íbúa Gasastrandarinnar, hafi flúið til Rafah á undanförnum mánuðum, vegna hernaðar Ísraela. Hundruð þúsunda þeirra hafa svo þurft að flýja aftur vegna árása á borgina á undanförnum vikum. Þetta fólk hefur dreifst um stór svæði og heldur til í tjöldum, við slæmar aðstæður. Þessum svæðum hefur verið lýst sem mannúðarsvæðum en þar má finna mjög fá eldhús, markaði eða sjúkrahús, svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt AP fréttaveitunni má finna umfangsmiklar tjaldbúðir á rúmlega sextán kílómetra löngum kafla syðst með strönd Gasastrandarinnar. Þar hafa fjölskyldur grafið skurði þar sem fólk getur gengið örna sinna og eru feður sagðir fara um í leit að mat og vatni á meðan börn grafa í gegnum rusl og rústir húsa til að finna brak sem hægt er að brenna og nota til að elda mat. Þá hefur verulega dregið úr flæði neyðarbirgða til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Ísraelar segja að 370 vörubílum hafi verið hleypt inn á svæðið í gær með matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar en forsvarsmenn Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segja að einungis þrjátíu bílar hafi skilað sér á áfangastað í dag, vegna takmarkana á því hvar hægt sé að aka þeim og vegna átaka á svæðinu. Flestar neyðarbirgðir berast inna á Gasaströndina í norðri, gegnum tvær landamærastöðvar og bryggju sem Bandaríkjamenn hafa reist. Henni var lokað í dag um tíma vegna veðurs. Rafah er þó syðsta borga svæðisins en þar er búið að loka tveimur stærstu landamærastöðvum Gasa og hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki aðgang að þeim. „Ástandið er raunarlegt,“ sagði einn viðmælandi AP. „Við erum með tuttugu manns í tjaldinu, ekkert hreint vatn, ekkert rafmagn. Við höfum ekkert.“ Hann sagði erfitt að útskýra tilfinningar sínar að svo stöddu. „Þetta er búið að gera út af við okkur andlega,“ sagði Mohammad Abu Radwan. Hann flúði Rafah skömmu eftir fyrstu árásir Ísraela á borigina þann 6. maí en hann og fjölskylda hans héldu til í húsi í borginni. Það tók þau rúman dag að setja saman heimagert tjald og við hlið þess grófu þau skurð fyrir klósettaðstöðu. Finna má gífurlega umfangsmiklar tjaldbúðir víða á Gasaströndinni. Aðstæður á suðurhluta svæðisins hafa farið hratt versnandi.AP/Hatem Ali Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, segir 36 þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum átta mánuðum. Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi.Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur skipað Ísraelum að láta af hernaði í Rafah.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. 28. maí 2024 08:21 Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. 28. maí 2024 06:41 Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. 26. maí 2024 10:15 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. 28. maí 2024 08:21
Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. 28. maí 2024 06:41
Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. 26. maí 2024 10:15
Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42