Kjósum Baldur fyrir öryggi okkar allra Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifar 28. maí 2024 12:30 Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa. Hann hefur bent á að styrkleikar okkar á tímum áfalla geti að einhverju leyti hafa falist í því að hugsa „þetta reddast“, en að heimurinn í dag kalli á að við sýnum fyrirhyggju í þessum efnum. Ég var bæjarstjóri í Árborg árið 2008 þegar sterkir jarðskjálftar riðu yfir byggðarlagið. Eignatjón varð mikið en sem betur fer varð ekki manntjón. Skjálftarnir höfðu mikil áhrif á íbúa svæðisins og samfélagið allt, fjárhagslega, tilfinningalega og félagslega. Atburðirnir urðu okkur öllum sem upplifðu sterk áminning um hve mikilvægur undirbúningur er til að lágmarka tjón og erfiðleika þeirra sem eru þolendur slíkra áfalla. Þegar Covid brast á vorum við svo lánsöm að hér á landi voru til áætlanir um hvernig stjórnkerfin ættu að bregðast við faraldri og stjórnmálafólk bar gæfu til að fara eftir ráðgjöf vísindafólks um hvernig yrði best tekist á við faraldurinn. Í dag eru fyrirliggjandi vandaðar viðbragðsáætlanir fyrir ýmis áföll en eins og gosin á Reykjanesskaga hafa sýnt okkur þá geta afleiðingar slíkra hamfara bæði verið ófyrirsjáanlegar og langvarandi og áhrifin á líf þeirra sem í hlut eiga eru mikil. Íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði áfallastjórnunar staðfesta svo ekki verður um villst að fyrirhyggja borgar sig. Það er því afar mikilvægt að eiga kost á að kjósa forseta sem hefur undanfarinn aldarfjórðung einbeitt sér að því að rannsaka og kenna hvernig smáríki getur brugðist við og eflt viðbrögð sín við vá. Baldur hefur lagt sérstaka áherslu á að við þurfum að efla viðbragðsaðila, jafnt opinbera aðila sem björgunarsveitir og Rauða Kross Íslands sem vinna ómetanlegt sjálfboðið starf. Forseti hefur áhrifavald og það hvaða mál hann setur á oddinn skiptir máli. Baldur hefur talað mjög skýrt um öryggismál þjóðarinnar og enginn þarf að efast um að hann mun nýta áhrifamátt forsetaembættisins á þessu sviði í þágu okkar allra. Ég hvet alla til að kynna sér framboð Baldurs og þá mikilvægu þekkingu sem hann býr yfir á sviði öryggismála. Kjósum Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er félagsráðgjafi og hefur reynslu af stjórnun opinberra stofnana á tímum áfalla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa. Hann hefur bent á að styrkleikar okkar á tímum áfalla geti að einhverju leyti hafa falist í því að hugsa „þetta reddast“, en að heimurinn í dag kalli á að við sýnum fyrirhyggju í þessum efnum. Ég var bæjarstjóri í Árborg árið 2008 þegar sterkir jarðskjálftar riðu yfir byggðarlagið. Eignatjón varð mikið en sem betur fer varð ekki manntjón. Skjálftarnir höfðu mikil áhrif á íbúa svæðisins og samfélagið allt, fjárhagslega, tilfinningalega og félagslega. Atburðirnir urðu okkur öllum sem upplifðu sterk áminning um hve mikilvægur undirbúningur er til að lágmarka tjón og erfiðleika þeirra sem eru þolendur slíkra áfalla. Þegar Covid brast á vorum við svo lánsöm að hér á landi voru til áætlanir um hvernig stjórnkerfin ættu að bregðast við faraldri og stjórnmálafólk bar gæfu til að fara eftir ráðgjöf vísindafólks um hvernig yrði best tekist á við faraldurinn. Í dag eru fyrirliggjandi vandaðar viðbragðsáætlanir fyrir ýmis áföll en eins og gosin á Reykjanesskaga hafa sýnt okkur þá geta afleiðingar slíkra hamfara bæði verið ófyrirsjáanlegar og langvarandi og áhrifin á líf þeirra sem í hlut eiga eru mikil. Íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði áfallastjórnunar staðfesta svo ekki verður um villst að fyrirhyggja borgar sig. Það er því afar mikilvægt að eiga kost á að kjósa forseta sem hefur undanfarinn aldarfjórðung einbeitt sér að því að rannsaka og kenna hvernig smáríki getur brugðist við og eflt viðbrögð sín við vá. Baldur hefur lagt sérstaka áherslu á að við þurfum að efla viðbragðsaðila, jafnt opinbera aðila sem björgunarsveitir og Rauða Kross Íslands sem vinna ómetanlegt sjálfboðið starf. Forseti hefur áhrifavald og það hvaða mál hann setur á oddinn skiptir máli. Baldur hefur talað mjög skýrt um öryggismál þjóðarinnar og enginn þarf að efast um að hann mun nýta áhrifamátt forsetaembættisins á þessu sviði í þágu okkar allra. Ég hvet alla til að kynna sér framboð Baldurs og þá mikilvægu þekkingu sem hann býr yfir á sviði öryggismála. Kjósum Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er félagsráðgjafi og hefur reynslu af stjórnun opinberra stofnana á tímum áfalla.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun