Segir árásirnar í Rafah „hræðileg mistök“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 16:57 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að árásir á Rafah í gær, sem sagðar eru hafa banað að minnsta kosti 45 manns í tjaldbúðum í borginni, hafi verið „hræðileg mistök“. Þær séu til rannsóknar hjá yfirvöldum. Árásirnar hafa harðlega gagnrýndar í dag en í morgun sögðu forsvarsmenn ísraelska hersins að talið hefði verið að enginn óbreyttur borgari ætti að falla í árásunum, sem eiga að hafa beinst að tveimur leiðtogum Hamas. Þeir sögðu einnig að mögulegt væri að Hamas-liðar hefðu kveikt eldhafið sem fór yfir búðirnar. Sjá einnig: Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Í ávarpi sínu á ísraelska þinginu í dag sagði Netanjahú að Ísraelar litu á dauðsföllin sem harmleik en í huga leiðtoga Hamas væru þau hluti af herkænsku þeirra. Sprengjubrot af vettvangi eru sögð gefa til kynna að sprengjurnar sem varpað var í Rafah í gær hafi verið framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn sendu margar slíkar sprengjur til Ísrael í kjölfar árásanna þann 7. október. Fleiri sendingar hafa þó verið stöðvaðar, í það minnsta tímabundið, vegna óánægju ráðamanna í Washington DC með hernað Ísraela. US made Small Diameter Bomb(SDB)/GBU-39 fragments visible in the Rafah strike. This is from the rear control section. pic.twitter.com/Jk0jtflGES— Easybakeoven (@Easybakeovensz) May 27, 2024 Í ávarpi í þinginu, þar sem mótmælendur fjölmenntu á áhorfendapöllum, hét Netanjahú því að halda hernaði Ísraela gegn Hamas-samtökunum áfram. Hann þvertók einnig fyrir að erindrekar hans væru ekki að reyna að semja við leiðtoga Hamas um lausn gíslanna í góðri trú. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segja að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Árásirnar hafa harðlega gagnrýndar í dag en í morgun sögðu forsvarsmenn ísraelska hersins að talið hefði verið að enginn óbreyttur borgari ætti að falla í árásunum, sem eiga að hafa beinst að tveimur leiðtogum Hamas. Þeir sögðu einnig að mögulegt væri að Hamas-liðar hefðu kveikt eldhafið sem fór yfir búðirnar. Sjá einnig: Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Í ávarpi sínu á ísraelska þinginu í dag sagði Netanjahú að Ísraelar litu á dauðsföllin sem harmleik en í huga leiðtoga Hamas væru þau hluti af herkænsku þeirra. Sprengjubrot af vettvangi eru sögð gefa til kynna að sprengjurnar sem varpað var í Rafah í gær hafi verið framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn sendu margar slíkar sprengjur til Ísrael í kjölfar árásanna þann 7. október. Fleiri sendingar hafa þó verið stöðvaðar, í það minnsta tímabundið, vegna óánægju ráðamanna í Washington DC með hernað Ísraela. US made Small Diameter Bomb(SDB)/GBU-39 fragments visible in the Rafah strike. This is from the rear control section. pic.twitter.com/Jk0jtflGES— Easybakeoven (@Easybakeovensz) May 27, 2024 Í ávarpi í þinginu, þar sem mótmælendur fjölmenntu á áhorfendapöllum, hét Netanjahú því að halda hernaði Ísraela gegn Hamas-samtökunum áfram. Hann þvertók einnig fyrir að erindrekar hans væru ekki að reyna að semja við leiðtoga Hamas um lausn gíslanna í góðri trú. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segja að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59
Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42