Kjósum alvöru forseta en ekki óbreytt ástand Kári Allansson skrifar 27. maí 2024 16:00 Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun