Sautján ára „hermaður Hitlers” dæmdur í sjö ára fangelsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:47 Pilturinn hlaut í dag sjö ára fangelsisdóm í Eystri Landsrétti, áfrýjunardómstól í Kaupmannahöfn. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danskur 17 ára gamall piltur var í dag dæmdur í Eystri Landsrétti í sjö ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot með því að hafa gengið til liðs við hægri-öfgasamtökin Feuerkrig Division. Samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök en pilturinn var einnig fundinn sekur um að reyna að sannfæra skólafélaga sinn til að ganga einnig í samtökin. Í fyrra hlaut pilturinn fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi í Holbæk fyrir tilraun til að fá skólafélaga sinn til að ganga í samtökin, en var þá sýknaður af ákæru fyrir þátttöku í samtökunum. Þeirri niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjunardómstóllinn ósammála og dómurinn þyngdur. Pilturinn hefur ávallt neitað sök og fór fram á sýknu. Landsréttur lagði áherslu á að pilturinn hafi „ítarlega þekkingu” á hugmyndafræði samtakanna, og komst dómari því að þeirri niðurstöðu að sannað væri að pilturinn hafi gegnt leiðandi hlutverki hjá samtökunum að því er segir í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, um málið. Pilturinn var handtekinn í apríl árið 2022 eftir að lögregla hafði fengið ábendingu um að hann væri liðsmaður í samtökunum Feuerkrieg Division. Hugmyndafræði samtakanna er innblásin af nasisma og kynþáttahyggju með áherslu á yfirburði hvítra. Það var mat ákæruvaldsins að pilturinn aðhyllist verulega hugmyndafræði nasista, en meðal gagna málsins var dagbók piltsins þar sem hann lýsir sjálfum sér sem nasista. Meðal þess sem hann ku hafa skrifað eru orðin „Nýr kafli er hafinn í lífi mínu. Ég er orðinn nasisti. Ég er hvítt vald,“ og að auki mun hann hafa skrifað að hann væri „tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn“ og að hann væri „hermaður Hitlers.“ Þessu neitaði pilturinn við aðalmeðferð málsins og kvaðst ekki kannast við þau skrif. Engu að síður var niðurstaðan sú að pilturinn var fundinn sekur og dómur þyngdur. Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Í fyrra hlaut pilturinn fimm og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi í Holbæk fyrir tilraun til að fá skólafélaga sinn til að ganga í samtökin, en var þá sýknaður af ákæru fyrir þátttöku í samtökunum. Þeirri niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjunardómstóllinn ósammála og dómurinn þyngdur. Pilturinn hefur ávallt neitað sök og fór fram á sýknu. Landsréttur lagði áherslu á að pilturinn hafi „ítarlega þekkingu” á hugmyndafræði samtakanna, og komst dómari því að þeirri niðurstöðu að sannað væri að pilturinn hafi gegnt leiðandi hlutverki hjá samtökunum að því er segir í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, um málið. Pilturinn var handtekinn í apríl árið 2022 eftir að lögregla hafði fengið ábendingu um að hann væri liðsmaður í samtökunum Feuerkrieg Division. Hugmyndafræði samtakanna er innblásin af nasisma og kynþáttahyggju með áherslu á yfirburði hvítra. Það var mat ákæruvaldsins að pilturinn aðhyllist verulega hugmyndafræði nasista, en meðal gagna málsins var dagbók piltsins þar sem hann lýsir sjálfum sér sem nasista. Meðal þess sem hann ku hafa skrifað eru orðin „Nýr kafli er hafinn í lífi mínu. Ég er orðinn nasisti. Ég er hvítt vald,“ og að auki mun hann hafa skrifað að hann væri „tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn“ og að hann væri „hermaður Hitlers.“ Þessu neitaði pilturinn við aðalmeðferð málsins og kvaðst ekki kannast við þau skrif. Engu að síður var niðurstaðan sú að pilturinn var fundinn sekur og dómur þyngdur.
Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25. apríl 2024 13:33