Brjótum heimsblað! Hallgrímur Helgason skrifar 27. maí 2024 14:30 Kosningabaráttan hefur verið býsna skemmtileg og bara nokkuð kærkomin þetta vorið, þar sem þjóðin varð af sínu árlega Júró-fári. Óneitanlega hefur þó eitt framboðið yfirskyggt umræðuna, enda í fyrsta sinn sem ráðherra sitjandi ríkisstjórnar fer í forsetaframboð. Hefur þetta skapað heitar umræður víða og heyrst hefur af fjölskyldum þar sem systkyni talast ekki lengur við, vinir rífast á götum úti og hálfleikskaffið í Bestu deildinni frussast á ranga staði. “Hún er hæf en þetta er ekki við hæfi,” kvað fyrrum kvennaframboðskona. Ófáum landsmönnum ofbýður sannarlega að sjá pólitíska valdið, peningavaldið og menningarvaldið fallast svo ljúft í faðma. Öðrum frambjóðendum gengur upp og niður, Höllur rísa og Höllur hníga, en ég leyfi mér að benda á Baldur Þórhallsson, sem enn heldur sínu, skammt undan forsætisráðherranum fyrrverandi, og gæti átt möguleika á kjöri. Hér vantar þó enn stuðninginn sem þarf. Baldur og Felix hafa árum saman verið dýrmæt fyrirmynd nýrra fjölskyldutegunda, vakið aðdáun sem ötulir baráttumenn hinsegin réttinda og um leið staðið sterkir hver á sínu sviði, Baldur í fræðunum og Felix í menningunni. Fólk var enda mætt heim til þeirra strax á nýársdag og heimtaði framboð! Fallegustu stuðningsyfirlýsingar baráttunnar hafa komið frá barnsmæðrum beggja, og fallegri og samheldnari fjölskyldu er vart hægt að hugsa sér á Bessastaði. Sjálfur þekki ég Felix betur þar sem ég hef auðvitað fylgst vel með samstarfi hans og bróður míns, Gunnars Helgasonar, í gegnum árin. Saman hafa þeir gefið börnum landsins fleiri gæðastundir en flestir. Og þessi kvöldin sofna ófá börnin út frá lestri Felixar og Þuríðar Blævar á bók hans, Ævintýrum Freyju og Frikka, á Storytel. Fyrir sex ára dóttur minni er Felix einn af ásunum. Og auðvitað kýs ég hann fyrir hana. Baldur hefur rekið heiðarlega og glaðbeitta kosningabaráttu, svarað óþægilegum spurningum af óvæntri hreinskilni og sýnt yfirburða þekkingu sína á embætti forseta Íslands, og sögu þess, í ófáum pallborðum. Hann hefur farið um allt land, tekið í hendina á hálfri þjóðinni, er alþýðlegur og alþjóðlegur í senn, hefur reynslu úr sveit og utan úr heimi, er djúpur á fræðin en líka léttur og ræðinn. Með Baldri og Felix fengjum við öðruvísi Bessastaði, fulla af lífi og fjöri og nýrri kennd: Að allir og öll eigi hlut í forseta Íslands, hvar í stiga sem þau standa, og sama hve langt frá Íslandsnorminu gamla þau eru. Það er engin tilviljun að Baldur nýtur mikils stuðnings meðal minnihlutahópa hverskonar, fólks sem stendur í hornum okkar samfélags, sökum fíknar, sjúkdóma, kynhneigðar eða uppruna. Fólkið sem aldrei fær að kjósa sína rödd, á þing eða í bæjarstjórn. Öll geta þau endurspeglað sig í baráttu Baldurs og Felixar. Fjölmenningarsamfélagið okkar þarf forseta við hæfi. Þetta atriði vegur þungt, Baldur á hér stærra erindi en aðrir, fyrir utan sína fræðilegu vigt og skeleggu framkomu. Það sem gerir svo útslagið er áhersla þeirra beggja á unga fólkið og börnin, áhersla sem ekki er orðin tóm heldur byggð á sönnum sárum og áratuga reynslu í barnamenningu. Þar sem ég sat með móður minni á hjúkrunarheimilinu í morgun, hvar hún fékk loks pláss í liðinni viku, og fylgdist með öllu þessu eljusama starfsfólki, frá Víetnam, Póllandi, Filippseyjum og fleiri löndum, varð mér augljós nauðsyn þess að í þessum kosningum þurfum við að brjóta blað og fleyta okkur inn í framtíðina. Oftar en ekki hefur okkur tekist það, líkt og með kjöri Vigdísar, en stundum tekst það ekki, líkt og í Eurovision-einvíginu fyrr á þessu ári. Hvað gerum við næsta laugardag? Ef kosningabaráttan væri bíómynd gæti hún aðeins endað á einn veg. Sama hvað fólki finnst um aðra frambjóðendur þá yrði sigur Baldurs og Felixar alltaf sætastur. Enginn fengist til að fjármagna annan söguþráð en þennan: Eftir að hafa lengst af vermt þriðja sætið í könnunum rennur upp æsispennandi kosninganótt. Talning dregst á langinn en laust fyrir klukkan níu að morgni koma loks síðustu tölur frá Austurlandi: Baldur Þórhallsson sigrar óvænt með þremur atkvæðum frá Stöðvarfirði, verður forseti Íslands og fyrsti þjóðkjörni forseti heims sem er samkynhneigður. Lokaskotið er Pallaball á hádegi sunnudags. Óveðursvika fær regnbogaendi með konfettibombum og alkynja mannskapurinn stígur gleðidans. Enn á ný stendur Ísland í fararbroddi sögunnar. Kæru vinir og landsmenn. Staðan í baráttunni núna er svolítið eins og í Eurovision eftir dómnefndastigin. Það á enn eftir að tilkynna úrslit símakosningarinnar. Það getur ennþá allt gerst! Vinni einhver hinna verður það viðburður í Íslandssögunni. Vinni Baldur og Felix verður það viðburður í mannkynssögunni. Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Hallgrímur Helgason Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan hefur verið býsna skemmtileg og bara nokkuð kærkomin þetta vorið, þar sem þjóðin varð af sínu árlega Júró-fári. Óneitanlega hefur þó eitt framboðið yfirskyggt umræðuna, enda í fyrsta sinn sem ráðherra sitjandi ríkisstjórnar fer í forsetaframboð. Hefur þetta skapað heitar umræður víða og heyrst hefur af fjölskyldum þar sem systkyni talast ekki lengur við, vinir rífast á götum úti og hálfleikskaffið í Bestu deildinni frussast á ranga staði. “Hún er hæf en þetta er ekki við hæfi,” kvað fyrrum kvennaframboðskona. Ófáum landsmönnum ofbýður sannarlega að sjá pólitíska valdið, peningavaldið og menningarvaldið fallast svo ljúft í faðma. Öðrum frambjóðendum gengur upp og niður, Höllur rísa og Höllur hníga, en ég leyfi mér að benda á Baldur Þórhallsson, sem enn heldur sínu, skammt undan forsætisráðherranum fyrrverandi, og gæti átt möguleika á kjöri. Hér vantar þó enn stuðninginn sem þarf. Baldur og Felix hafa árum saman verið dýrmæt fyrirmynd nýrra fjölskyldutegunda, vakið aðdáun sem ötulir baráttumenn hinsegin réttinda og um leið staðið sterkir hver á sínu sviði, Baldur í fræðunum og Felix í menningunni. Fólk var enda mætt heim til þeirra strax á nýársdag og heimtaði framboð! Fallegustu stuðningsyfirlýsingar baráttunnar hafa komið frá barnsmæðrum beggja, og fallegri og samheldnari fjölskyldu er vart hægt að hugsa sér á Bessastaði. Sjálfur þekki ég Felix betur þar sem ég hef auðvitað fylgst vel með samstarfi hans og bróður míns, Gunnars Helgasonar, í gegnum árin. Saman hafa þeir gefið börnum landsins fleiri gæðastundir en flestir. Og þessi kvöldin sofna ófá börnin út frá lestri Felixar og Þuríðar Blævar á bók hans, Ævintýrum Freyju og Frikka, á Storytel. Fyrir sex ára dóttur minni er Felix einn af ásunum. Og auðvitað kýs ég hann fyrir hana. Baldur hefur rekið heiðarlega og glaðbeitta kosningabaráttu, svarað óþægilegum spurningum af óvæntri hreinskilni og sýnt yfirburða þekkingu sína á embætti forseta Íslands, og sögu þess, í ófáum pallborðum. Hann hefur farið um allt land, tekið í hendina á hálfri þjóðinni, er alþýðlegur og alþjóðlegur í senn, hefur reynslu úr sveit og utan úr heimi, er djúpur á fræðin en líka léttur og ræðinn. Með Baldri og Felix fengjum við öðruvísi Bessastaði, fulla af lífi og fjöri og nýrri kennd: Að allir og öll eigi hlut í forseta Íslands, hvar í stiga sem þau standa, og sama hve langt frá Íslandsnorminu gamla þau eru. Það er engin tilviljun að Baldur nýtur mikils stuðnings meðal minnihlutahópa hverskonar, fólks sem stendur í hornum okkar samfélags, sökum fíknar, sjúkdóma, kynhneigðar eða uppruna. Fólkið sem aldrei fær að kjósa sína rödd, á þing eða í bæjarstjórn. Öll geta þau endurspeglað sig í baráttu Baldurs og Felixar. Fjölmenningarsamfélagið okkar þarf forseta við hæfi. Þetta atriði vegur þungt, Baldur á hér stærra erindi en aðrir, fyrir utan sína fræðilegu vigt og skeleggu framkomu. Það sem gerir svo útslagið er áhersla þeirra beggja á unga fólkið og börnin, áhersla sem ekki er orðin tóm heldur byggð á sönnum sárum og áratuga reynslu í barnamenningu. Þar sem ég sat með móður minni á hjúkrunarheimilinu í morgun, hvar hún fékk loks pláss í liðinni viku, og fylgdist með öllu þessu eljusama starfsfólki, frá Víetnam, Póllandi, Filippseyjum og fleiri löndum, varð mér augljós nauðsyn þess að í þessum kosningum þurfum við að brjóta blað og fleyta okkur inn í framtíðina. Oftar en ekki hefur okkur tekist það, líkt og með kjöri Vigdísar, en stundum tekst það ekki, líkt og í Eurovision-einvíginu fyrr á þessu ári. Hvað gerum við næsta laugardag? Ef kosningabaráttan væri bíómynd gæti hún aðeins endað á einn veg. Sama hvað fólki finnst um aðra frambjóðendur þá yrði sigur Baldurs og Felixar alltaf sætastur. Enginn fengist til að fjármagna annan söguþráð en þennan: Eftir að hafa lengst af vermt þriðja sætið í könnunum rennur upp æsispennandi kosninganótt. Talning dregst á langinn en laust fyrir klukkan níu að morgni koma loks síðustu tölur frá Austurlandi: Baldur Þórhallsson sigrar óvænt með þremur atkvæðum frá Stöðvarfirði, verður forseti Íslands og fyrsti þjóðkjörni forseti heims sem er samkynhneigður. Lokaskotið er Pallaball á hádegi sunnudags. Óveðursvika fær regnbogaendi með konfettibombum og alkynja mannskapurinn stígur gleðidans. Enn á ný stendur Ísland í fararbroddi sögunnar. Kæru vinir og landsmenn. Staðan í baráttunni núna er svolítið eins og í Eurovision eftir dómnefndastigin. Það á enn eftir að tilkynna úrslit símakosningarinnar. Það getur ennþá allt gerst! Vinni einhver hinna verður það viðburður í Íslandssögunni. Vinni Baldur og Felix verður það viðburður í mannkynssögunni. Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun