Ó, vakna þú mín Þyrnirós! Ólafur H. Ólafsson skrifar 27. maí 2024 11:00 Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins? Svarið við þessum spurningum er mjög einfalt og STÓRT NEI! Hún stóð sig ekki vel sem yfirverkstjóri þessarar ríkisstjórnar sem helst enn þá saman vegna væntumþykju á ráðherrastólum. Það hljómar ekki sannfærandi að hún sé besti kandídatinn til þess að vera sá varnagli sem margir leitast eftir í fari Forseta landsins eigi að vera og margir telji að sé eitt að aðalhlutverkum forsetans. Það hljómar ekki sannfærandi því hún er í raun vanhæf til þess og hún er það vegna þess að hún getur ekki unnið gegn sínum eigin gjörðum. Og hvaða gjörðir eru það, spyrja eflaust margir. Það má T.d. benda á sölu bankanna, en þar voru um og yfir 80% landsmann ýmist mjög óánægð eða óánægð með þann gjörning og skilja ekki af hverju er verið að selja eitt af gulleggjum þjóðarinnar, sem geta skilað töluverðu meira samanlagt í ríkissjóð, heldur en með sölu þeirra. Annað stórt atriði sem benda mætti á er aðgerðarleysi í þágu þjónustu aldraðara, en þrátt fyrir loforðaflaumin í þágu þeirra, ber lítið á efndum þeirra loforða. Aldraðir eru orðnir langeygðir á efndum um úrbætur á þeirra málefnum, sem meðal annars eru vegna skorts á heilbrigðis og húsnæðis úrræðum fyrir þann aldursflokk. Ekki er nú hinn almenni húsnæðismarkaður hér á landi, heldur eitthvað til þess að hrópa húrra yfir, en samkvæmt nýlegum fréttum, þá eru yfir 4.000 manns á biðlista bara hjá Bjargi íbúðarfélagi, sem er lýsandi fyrir ástandið á þeim markaði. Enda margar fjölskyldur sem geta einfaldlega ekki staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að vera á leigumarkaði hér á landi og hvað þá að kaupa sér slíkan munað sem þak yfir höfuðið er orðið hér á landi. Óheftur aðgangur að náttúru landsins í þágu fiskeldis og þá sér í lagi Laxeldis í sjókvíum er svo enn eitt dæmið sem hægt er að nefna, en þar hefur óafturkræfur skaði verið gerður á hinum villta íslenska laxastofni, sem reka má til beinlínis slæmrar ákvörðunartöku. Þó svo að skýr dæmi voru og eru til um það að af hverju t.d. frændur okkar Norðmenn höfðu og hafa uppi Stór varnarorð um skaðsemi sjókvía í þessari starfsemi, þá var samt farið í þessar leyfisveitingar. Hér má líta á nokkur dæmi um vanhæfni fyrrum Forsætisráðherra, sem einfaldlega brást í starfi sínu sem skipstjóri í þessu sökkvandi skipi sem þessi ríkisstjórn er, en sækist samt stíft eftir því að verða næsti Forseti landsins. Nei Takk, Katrín Jakopsdóttir er EKKI minn kandidat, að því sögðu, hvað er þá hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að hún vinni þessar kosningar, eins og stefnir í, þegar þessi orð eru rituð? Svarið felst í því að kjósa strategísk, í þessu felst að velja þann kandidat sem er hvað líklegastur til þess að fella fyrrum Forsætisráðherra og þann kandidat er t.d. hægt að velja með því að kjósa þann sem er að skora næsthæst á lista hvers og eins, í stað þess að velja þann sem er efstur á listanum. Höfundur er kjósandi í tilvonandi forsetakosningum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar