Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. maí 2024 22:41 Skjáskot af myndbandi sem sýnir afleiðingar loftárásar Ísraels á Rafah. Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. Í tilkynningu ísraleska hersins segir að loftárásin hafi beinst að „herstöð Hamas, þar sem háttsettir embættismenn voru“. Í tilkynningu palestínska Rauða hálfmánans á Gasa kemur fram að búist sé við því að tala látinna hækki með kvöldinu. Viðbragðsaðilar leita enn að fólki á svæðinu sem árásirnar beindust að. Samtökin ítreka að Ísrael hafi skilgreint umrædd svæði sem „mannúðarsvæði“ og ekki á meðal þeirra svæða sem herinn skipaði að rýma skyldi fyrr í mánuðinum. Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, lýsir miklum hryllingi á samélagsmiðlinum X. „Ísraelski herinn stóð fyrir hópmorði í dag í norðvestur Rafah, sem á að vera öruggt svæði. Árásum var beint að tjöldum palestínskra flóttamanna sem brenna nú. Fleiri en 30 manns brunnu til dauða og fleiri eru slasaðir,“ skrifar Barghouti á X. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Í dag skutu Hamas-samtökin eldflaugum að Tel Aviv, höfuðborgar Ísrael. Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins og að „nokkur fjöldi“ þeirra hafi verið skotinn niður. Hamas samtökin gáfu frá sér yfirlýsingu á Telegram í dag þar sem segir að eldflaugunum hafi verið skotið sem viðbragð við „árásum Zíonista á óbreytta borgara“. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels kallaði saman herráð landsins í dag til að semja um lausn gísla í haldi Hamas. Fulltrúar Hamas segja Ísraelsmenn ekki hafa opnað aftur á viðræðurnar en krafa Hamasliða er sú að komið verði á varanlegu vopnahléi á Gaza. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Í tilkynningu ísraleska hersins segir að loftárásin hafi beinst að „herstöð Hamas, þar sem háttsettir embættismenn voru“. Í tilkynningu palestínska Rauða hálfmánans á Gasa kemur fram að búist sé við því að tala látinna hækki með kvöldinu. Viðbragðsaðilar leita enn að fólki á svæðinu sem árásirnar beindust að. Samtökin ítreka að Ísrael hafi skilgreint umrædd svæði sem „mannúðarsvæði“ og ekki á meðal þeirra svæða sem herinn skipaði að rýma skyldi fyrr í mánuðinum. Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, lýsir miklum hryllingi á samélagsmiðlinum X. „Ísraelski herinn stóð fyrir hópmorði í dag í norðvestur Rafah, sem á að vera öruggt svæði. Árásum var beint að tjöldum palestínskra flóttamanna sem brenna nú. Fleiri en 30 manns brunnu til dauða og fleiri eru slasaðir,“ skrifar Barghouti á X. Horrible scenes of a new massacre in Rafah: The Israeli army committed a horrific massacre in North West Rafah which is supposed to be a safe area bombarding and burning tents of displaced Palestinians killing more than 30 civilians many of whom were burned to death and injuring… pic.twitter.com/SwZYrpXQFF— Mustafa Barghouti @Mustafa_Barghouti (@MustafaBarghou1) May 26, 2024 Í dag skutu Hamas-samtökin eldflaugum að Tel Aviv, höfuðborgar Ísrael. Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins og að „nokkur fjöldi“ þeirra hafi verið skotinn niður. Hamas samtökin gáfu frá sér yfirlýsingu á Telegram í dag þar sem segir að eldflaugunum hafi verið skotið sem viðbragð við „árásum Zíonista á óbreytta borgara“. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels kallaði saman herráð landsins í dag til að semja um lausn gísla í haldi Hamas. Fulltrúar Hamas segja Ísraelsmenn ekki hafa opnað aftur á viðræðurnar en krafa Hamasliða er sú að komið verði á varanlegu vopnahléi á Gaza.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira