Celtic tvöfaldur meistari eftir dramatískan sigur á erkifjendunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2024 23:31 Leikmenn Celtic fagna. Andrew Milligan/Getty Images Celtic er deildar- og bikarmeistari í Skotlandi eftir hádramatískan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Rangers í úrslitum skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu fyrr í dag. Celtic hafði þegar tryggt sér skoska meistaratitilinn og fullkomnaði tvennuna í dag, Rangers til mikils ama. Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira