Sameiningaraflið Katrín Jakobsdóttir Kári Bjarnason skrifar 25. maí 2024 13:00 Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum. Einn er sá kostur sem ég tel augljóslega bera af – fyrrverandi forsætisráðherra sem leiddi þjóð sína út úr ótraustu stjórnmálaástandi undangenginna ára með kosningar á færibandi; gegnum heimsfaraldur þar sem við þurftum svo nauðsynlega á að halda styrkri og staðfastri stjórn og til framtíðar sem, hvað varðar réttindi og tækifæri þegnanna, þykir öfundsverð meðal allra þjóða. Katrín var farsæll forsætisráðherra. Katrín getur orðið farsæll forseti. Henni er vel treystandi til að yfirgefa hlutverk stjórnmálamannsins og taka upp hlutverk sem hentar henni alls ekki síður. Sem afl til góðra verka, innblástur til bjartsýni og staðfastur leiðtogi fólksins í landinu á ögurstundu mun Katrín Jakobsdóttir verða sú sameining sem togar þjóðina áfram og upp. Katrín hefur sýnt það í störfum sínum að hún er réttsýn en stefnuföst, leiksvið hennar hefur verið hið alþjóðlega svið og þar þekkir hún persónulega leikendur dagsins. Hitt er þó mikilvægara að hún gerþekkir leikreglurnar og veit hvernig hún fær sem forseti þjóðar að koma sjónarmiðum og sérstöðu okkar á framfæri þegar á þarf að halda. Katrínu má einnig treysta til að þekkja mörk embættisins. Hún mun ekki láta eigin metnað eða viðhorf til mála tæla sig til að beita embætti forseta Íslands í eigin þágu – það hefur hún ljóslega sýnt í fyrri störfum sínum. Persónulega þykir mér mikilvægast að eignast forseta sem er óbilandi talsmaður íslenskrar tungu og íslenskrar menningar og þá sérstaklega íslenskrar bókmenningar. Þar er Katrín sem fædd í embætti forseta Íslands. Um leið og ég óska þess að þjóðin beri gæfu til að velja öflugasta frambjóðandann úr sterkum hópi hvet ég alla til að nýta kosningarétt sinn. Höfundur er forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun