Snúningshurðin í ráðuneytinu Jón Kaldal skrifar 25. maí 2024 12:00 Matvælaráðherra birtir í dag grein á Vísi þar sem hún kvartar undan ábendingum um skynsemi þess að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Nýtt gjafakvótakerfi Staðreyndin er þó sú að í stað þess að vinda ofan þeim vísi að nýju gjafakvótakerfi, sem er að finna í núverandi lögum um fiskeldi, er skrefið tekið alla leið í frumvarpi um lagareldi sem þrír matvælaráðherrar VG hafa nú komið að: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Auðvitað er pólitíska ábyrgðin þeirra en hvernig það gerðist að málið er komið í þennan farveg er rannsóknarefni. Fingraförum SFS fjölgaði Sú umræða er ekki ný hversu óheppileg það er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum. Eða öfugt. Staðreyndin er sú að í hverri umferð við smíði þessa frumvarps fjölgaði fingraförum SFS á því. Á sama tíma var ekkert tillit tekið til mikilvægra ábendinga um vernd umhverfis, lífríkis og velferð eldisdýranna. SFS hefur tamið sér, og orðið vel ágengt, að beita miklum yfirgangi gagnvart stjórnvöldum og fulltrúum þeirra. Furðulegt er að sjá embættis- og stjórnmálamenn, kikna í hnjánum frammi fyrir þessari frekju. 70 prósent þjóðarinnar andvíg Starfsemi sókvíaeldisfyrirtækjanna er meira minna öll í klessu. Þau hafa misst frá sér fisk í stórum stíl, látið gríðarlegt magn af eldislöxum drepast í sjókvíunum ár eftir ár af völdum laxalúsar og vetrarsára, þau hafa þurft að farga fiski vegna blóðþorrasykingar, sem er versti sjúkdómur sem getur komið upp í sjókvíaeldi og þau hafa farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Það er ekki erfitt að skilja af hverju um 70 prósent þjóðarinnar er andvíg þessari starfsemi. Hitt er skrítnara, af hverju enn um 10 prósent styðja þetta? Ef þetta frumvarp verður að lögum munu alþingismenn sem samþykkja það hafa reist sér minnisvarða til æviloka um þjónkun við sérhagsmuni fárra á kostnað almannahagsmuna og náttúru Íslands. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Vinstri græn Jón Kaldal Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra birtir í dag grein á Vísi þar sem hún kvartar undan ábendingum um skynsemi þess að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Nýtt gjafakvótakerfi Staðreyndin er þó sú að í stað þess að vinda ofan þeim vísi að nýju gjafakvótakerfi, sem er að finna í núverandi lögum um fiskeldi, er skrefið tekið alla leið í frumvarpi um lagareldi sem þrír matvælaráðherrar VG hafa nú komið að: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Auðvitað er pólitíska ábyrgðin þeirra en hvernig það gerðist að málið er komið í þennan farveg er rannsóknarefni. Fingraförum SFS fjölgaði Sú umræða er ekki ný hversu óheppileg það er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum. Eða öfugt. Staðreyndin er sú að í hverri umferð við smíði þessa frumvarps fjölgaði fingraförum SFS á því. Á sama tíma var ekkert tillit tekið til mikilvægra ábendinga um vernd umhverfis, lífríkis og velferð eldisdýranna. SFS hefur tamið sér, og orðið vel ágengt, að beita miklum yfirgangi gagnvart stjórnvöldum og fulltrúum þeirra. Furðulegt er að sjá embættis- og stjórnmálamenn, kikna í hnjánum frammi fyrir þessari frekju. 70 prósent þjóðarinnar andvíg Starfsemi sókvíaeldisfyrirtækjanna er meira minna öll í klessu. Þau hafa misst frá sér fisk í stórum stíl, látið gríðarlegt magn af eldislöxum drepast í sjókvíunum ár eftir ár af völdum laxalúsar og vetrarsára, þau hafa þurft að farga fiski vegna blóðþorrasykingar, sem er versti sjúkdómur sem getur komið upp í sjókvíaeldi og þau hafa farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Það er ekki erfitt að skilja af hverju um 70 prósent þjóðarinnar er andvíg þessari starfsemi. Hitt er skrítnara, af hverju enn um 10 prósent styðja þetta? Ef þetta frumvarp verður að lögum munu alþingismenn sem samþykkja það hafa reist sér minnisvarða til æviloka um þjónkun við sérhagsmuni fárra á kostnað almannahagsmuna og náttúru Íslands. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar