Sanngjarnt lífeyriskerfi: Neikvæða eða jákvæða hvata til að virkja fatlað fólk til atvinnuþátttöku ? Gunnar Alexander Ólafsson og Sigurður Árnason skrifa 27. maí 2024 08:02 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun