Vald spillir Anna Magnúsdóttir skrifar 22. maí 2024 13:30 Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar