Skoðun

Halla Hrund – for­seti fyrir al­manna heill

Tryggvi Felixson skrifar

Það er ánægjulegt hve margir dugandi einstaklingar bjóða sig fram til að gegna stöðu forseta Íslands. Úr vöndu er að ráða og ekki neinn einn einhlýtur mælikvarði til. Ég gladdist því mikið þegar Halla Hrund Logadóttir ákvað að bjóða sig fram. Hún býr yfir afbragðs mannkostum, réttlætiskennd og gáfum sem ég þekki af persónulegri reynslu. Af henni geislar gleði og starfsorka sem embættið mun njóta hljóti hún brautargengi. Áhersla hennar á að ganga vel um auðlindir landsins með virðingu fyrir náttúrunni og komandi kynslóðum Íslendinga falla vel að minni sýn á þennan málaflokk. Fjölbreytt alþjóðleg reynsla er einnig gott veganesti í starf forseta. Síðast en ekki síst líka mér orð og gerðir hennar sem orkumálastjóri; að almannahagsmunir vegi þyngst þegar kemur að aðgerðum í orku-, loftslags- og umhverfismálum. Þar hefur hún staðið upp í hárinu á þeim sem tala fyrir sérhagsmunum, flýtigróða og skammtíma sjónarmiðum. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund sem forseta og get óhikað og með góðri samvisku hvatt aðra til að gera það einnig.

Höfundur starfar sem leiðsögumaður.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×