Fordæmið Sveinn Flóki Guðmundsson skrifar 22. maí 2024 08:46 Þann 25. nóvember 2021 staðfestu mikill meirihluti nýkjörinna þingmanna eigin kjörbréf þar sem stuðst var við umdeilda endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Þar hafði framkvæmdin meðal annars innihaldið eftirfarandi: Óviðunandi frágangur kjörgagna eftir að yfirlýstar lokatölur höfðu verið tilkynntar frá Norðvesturkjördæmi. Óviðunandi og losaralegar aðgengistakmarkanir að því marki að tilvik voru um að fólk færi þar inn í engra viðurvist frá nótt/morgni og fram á hádegi daginn eftir kosningar. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis mætti kringum hádegið hálftíma á undan öðrum meðlimum yfirkjörstjórnar í rýmið sem geymdi óinnsiglaða atkvæðaseðla kjördæmisins. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var einsamall í rýminu að handleika atkvæðaseðla þegar næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti á svæðið. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis kallaði til endurtalningar sem hafði áhrif á uppröðun jöfnunarþingsæta og riðlaði þar með hvaða einstaklingar hlutu þingsæti, þar sem 5 duttu út og aðrir 5 komust inn. Fækkun atkvæða til Viðreisnar um 9 kom jöfnunarþingsætatilfærslunni af stað, en milli fyrri lokatalna og endurtalningar fækkaði m.a. auðum atkvæðaseðlum um 12 og ógildum seðlum fjölgaði um 11. Með staðfestingu þingmanna á kjörbréfum sínum þar sem á bak við lá þessi framkvæmd lögleysuendurtalningar settu þingmenn ákveðið fordæmi. Sett var fordæmi að svona framkvæmd þyki góð og gild hér á Íslandi. Framkvæmd þyki góð og gild þar sem ein manneskja undir engu eftirliti ver hálftíma með óinnsigluðum kjörgögnum heils kjördæmis vitandi allar lokatölur kosninganna, handleikur þar kjörseðla, kallar svo upp á sitt einsdæmi til endurtalningar sem breytir hvaða frambjóðendur hljóti kjörgengi. Meðal þeirra sem settu þetta fordæmi er Katrín Jakobsdóttir sem er nú í forsetaframboði. Henni þyki þessi framkvæmd góð og gild. Það hefur hún aldrei sagt og mun vafalaust aldrei segja. En það sýndi hún með sinni afstöðu og sínum verkum í Alþingishúsinu þann 25. nóvember 2021 þegar hún og meirihluti nýkjörinna þingmanna lögðu þennan smánarblett á sögu íslensks lýðræðis. Höfundur er í hópi þeirra sem kærðu þingkosningarnar 2021 til kjörbréfanefndar og reyndi að beita sér fyrir lýðræðislegri lendingu þessa máls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 25. nóvember 2021 staðfestu mikill meirihluti nýkjörinna þingmanna eigin kjörbréf þar sem stuðst var við umdeilda endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Þar hafði framkvæmdin meðal annars innihaldið eftirfarandi: Óviðunandi frágangur kjörgagna eftir að yfirlýstar lokatölur höfðu verið tilkynntar frá Norðvesturkjördæmi. Óviðunandi og losaralegar aðgengistakmarkanir að því marki að tilvik voru um að fólk færi þar inn í engra viðurvist frá nótt/morgni og fram á hádegi daginn eftir kosningar. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis mætti kringum hádegið hálftíma á undan öðrum meðlimum yfirkjörstjórnar í rýmið sem geymdi óinnsiglaða atkvæðaseðla kjördæmisins. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var einsamall í rýminu að handleika atkvæðaseðla þegar næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti á svæðið. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis kallaði til endurtalningar sem hafði áhrif á uppröðun jöfnunarþingsæta og riðlaði þar með hvaða einstaklingar hlutu þingsæti, þar sem 5 duttu út og aðrir 5 komust inn. Fækkun atkvæða til Viðreisnar um 9 kom jöfnunarþingsætatilfærslunni af stað, en milli fyrri lokatalna og endurtalningar fækkaði m.a. auðum atkvæðaseðlum um 12 og ógildum seðlum fjölgaði um 11. Með staðfestingu þingmanna á kjörbréfum sínum þar sem á bak við lá þessi framkvæmd lögleysuendurtalningar settu þingmenn ákveðið fordæmi. Sett var fordæmi að svona framkvæmd þyki góð og gild hér á Íslandi. Framkvæmd þyki góð og gild þar sem ein manneskja undir engu eftirliti ver hálftíma með óinnsigluðum kjörgögnum heils kjördæmis vitandi allar lokatölur kosninganna, handleikur þar kjörseðla, kallar svo upp á sitt einsdæmi til endurtalningar sem breytir hvaða frambjóðendur hljóti kjörgengi. Meðal þeirra sem settu þetta fordæmi er Katrín Jakobsdóttir sem er nú í forsetaframboði. Henni þyki þessi framkvæmd góð og gild. Það hefur hún aldrei sagt og mun vafalaust aldrei segja. En það sýndi hún með sinni afstöðu og sínum verkum í Alþingishúsinu þann 25. nóvember 2021 þegar hún og meirihluti nýkjörinna þingmanna lögðu þennan smánarblett á sögu íslensks lýðræðis. Höfundur er í hópi þeirra sem kærðu þingkosningarnar 2021 til kjörbréfanefndar og reyndi að beita sér fyrir lýðræðislegri lendingu þessa máls.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar