Forsetinn sem sameinar Björk Baldursdóttir og Ingvi Stefánsson skrifa 21. maí 2024 20:30 Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar