Fararheill til Bessastaða Ynda Eldborg skrifar 21. maí 2024 00:00 Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar