Baldur er mitt örugga val Valgerður Janusdóttir skrifar 23. maí 2024 07:00 Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun