Hverjir bera ábyrgð á að halda launum kvenna niðri? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. maí 2024 06:01 Undanfarið hef ég fylgst af aðdáun með umfjöllun um kvenlækna sem flettu ofan af launamun kynja á Landspítalanum. Umfjöllunin hefur reyndar ekki farið nógu hátt, en þær komust að því að karlkyns sérfræðilæknar sem voru ráðnir seinna en þær fengu allir hærri laun en þær. Þær virðast hafa haft þó nokkuð fyrir því að grafa þessar upplýsingar upp og eiga mikið hrós skilið fyrir að taka þennan slag. Það sem vekur þó sérstaka athygli í þessari umfjöllun er auðvitað hið augljósa. Landspítalinn er ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Og ég sem sérstök áhugamanneskja um jafnlaunavottun hlýt að spyrja mig hvernig áralöng mismunun fólks með sömu menntun og ábyrgð, getur viðgengist þrátt fyrir þetta apparat. Svarið liggur í augum uppi. Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri, hún er hreinlega skaðvaldur. Fyrirtæki og stofnanir sem hafa þessa dyggðaskreytingu, geta hreinlega komist upp með að mismuna starfsfólki, enda með það uppáskrifað að allt sé upp á tíu hjá þeim í jafnlaunamálum. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar. Það er aldeilis ekki raunin. Ég hef lagt fram þingmál um þetta fyrirbæri, jafnlaunavottun, nú síðast frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð, en ekki skylda. Þarna er komin enn ein ástæðan fyrir því að afnema þennan óskapnað og ég vonast til að enn fleiri þingmenn sjá brýna þörf á því. Það er kominn tími til að við gerum alvöru átak hér í að létta byrðum af atvinnulífinu. Leysum fyrirtæki og stofnanir úr viðjum sem við höfum lagt á þau! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kjaramál Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég fylgst af aðdáun með umfjöllun um kvenlækna sem flettu ofan af launamun kynja á Landspítalanum. Umfjöllunin hefur reyndar ekki farið nógu hátt, en þær komust að því að karlkyns sérfræðilæknar sem voru ráðnir seinna en þær fengu allir hærri laun en þær. Þær virðast hafa haft þó nokkuð fyrir því að grafa þessar upplýsingar upp og eiga mikið hrós skilið fyrir að taka þennan slag. Það sem vekur þó sérstaka athygli í þessari umfjöllun er auðvitað hið augljósa. Landspítalinn er ein þeirra fjölmörgu stofnana sem greiða fyrir hina alræmdu jafnlaunavottun, lögum samkvæmt. Og ég sem sérstök áhugamanneskja um jafnlaunavottun hlýt að spyrja mig hvernig áralöng mismunun fólks með sömu menntun og ábyrgð, getur viðgengist þrátt fyrir þetta apparat. Svarið liggur í augum uppi. Jafnlaunavottun er ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri, hún er hreinlega skaðvaldur. Fyrirtæki og stofnanir sem hafa þessa dyggðaskreytingu, geta hreinlega komist upp með að mismuna starfsfólki, enda með það uppáskrifað að allt sé upp á tíu hjá þeim í jafnlaunamálum. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Verkefnastjóri á mannauðssviði, sem rannsakaði jafnlaunavottun í meistaranámi sínu, bendir á að jafnlaunavottunin sé ákveðin „skrautfjöður“. Í henni felist gæðastimpill um að launaákvarðanir séu teknar á hlutlægan og málefnalegan hátt án mismununar. Það er aldeilis ekki raunin. Ég hef lagt fram þingmál um þetta fyrirbæri, jafnlaunavottun, nú síðast frumvarp um að vottunin skuli vera valkvæð, en ekki skylda. Þarna er komin enn ein ástæðan fyrir því að afnema þennan óskapnað og ég vonast til að enn fleiri þingmenn sjá brýna þörf á því. Það er kominn tími til að við gerum alvöru átak hér í að létta byrðum af atvinnulífinu. Leysum fyrirtæki og stofnanir úr viðjum sem við höfum lagt á þau! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun