Í hjarta sínu græn, en varla í reynd Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. maí 2024 16:00 Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun