Nýsköpun innviða Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 17. maí 2024 11:01 Innviðir og stafræn þróun Verkefni sveitarfélaga eru fjölbreytt og verkefnum fjölgar frekar en fækkar. Hvert og eitt sveitarfélag leggur metnað sinn í góða grunnþjónustu. Aukin krafa er á sveitarfélög um samkeppnishæfni við nágrannasveitarfélög um val á búsetu sem kallar á framúrskarandi þjónustu talsvert út fyrir hin lögbundnu verkefni. Þessu ákalli vilja sveitarfélögin standa undir og kallar þetta því á forgangsröðun hvers sveitarfélags. Það er því nú sem fyrr hlutverk okkar sveitarstjórnarmanna, að leita allra mögulegra leiða til hagkvæmrar ráðstöfunar á fjármagni. Eitt stærsta innviðamálið í dag Stafræn þróun er mikilvægt innviðamál og jafnframt lykilatriði í byggðaþróun. Með stafrænni þróun getum við minnkað álag á starfsfólk stofnana og þar með náð fram aukinni skilvirkni, við getum sparað fjármagn og við getum aukið þjónustu við íbúana. Þjónustan verður nær íbúanum og ávallt til staðar hvort sem sveitarfélagið er lítið eða stórt. Við sem sveitarstjórnarmenn berum ábyrgð á rekstri sveitarfélaga og því er það okkar hlutverk að leita leiða til að þjónusta sem best á sem hagkvæmastan hátt. Stafrænt ráð sveitarfélaga Stafrænt ráð sveitarfélaga er teymi sem sett var saman með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaganna árið 2020 til að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun. Sex markmið hafa verið samþykkt af landsþingi Sambandsins en markmiðin snúa beint að stafrænni þróun. Sambandið vinni stefnumörkun og aðgerðaáætlun í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga í góðu samstarfi við sveitarfélög og ríkið Auka þekkingarstig kjörinna fulltrúa og annarra stjórnenda sveitarfélaga, starfsfólks og annarra hagaðila á tækifærum stafrænnar umbreytingar, nýtingu tækni og nýsköpunar við úrlausn áskorana. Vinna að pappírslausri stjórnsýslu sveitarfélaga og beita sér fyrir rafrænum skilum. Upplýsingartækniinnviðir sveitarfélaga verði þróaðir á grundvelli sameiginlegra kröfulýsinga og út frá sjálfvirkni með það að markmiði að ná fram auknu rekstrarhagræði og bættri þjónustu samhliða því sem öryggi gagna sé tryggt. Stafrænt umbreytingateymi sveitarfélaga verði miðlægur þjónustukjarni með skilgreint umboð og hlutverk, mannað stafrænum leiðtogum í öllum landshlutum sem veita sveitarfélögum stuðning. Efla samstarf við ríkið (Stafrænt Ísland) til að sveitarfélög geti nýtt miðlægan vettvang, ísland.is, við þróun þjónustu fyrir sveitarfélög. Frá því í haust hefur verið settur enn meiri þungi í að vinna með stefnumótunina og markmiðin sex. Mikilvægi samstarfs Samstarf sveitarfélaga innbyrðis og samstarf sveitarfélaga og ríkis – er gríðarlega mikilvægt. Að sveitarfélögin sjálf stígi fram sem ein rödd í samskiptum við ríki. Það er á ábyrgð okkar sveitarstjórnarmanna að eiga samtalið, sameina krafta okkar, fara vel með opinbert fjármagn og forðast tvíverknað. Stafræn þróun byggir upp sjálfstraust. Við sköpum notendavænar lausnir, aukum sjálfstæði notandans og léttum á innviðunum – enda er hér um nýsköpun innviða að ræða. Það er von mín að sveitarfélögin og ríki starfi sem ein heild í átt að aukinni þjónustu fyrir íbúa landsins með stafræna þróun að leiðarljósi. Erindi þetta var flutt á afar gagnlegum nýsköpunardegi hins opinbera sem fram fór þann 15. maí s.l. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og formaður starfræns ráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Innviðir og stafræn þróun Verkefni sveitarfélaga eru fjölbreytt og verkefnum fjölgar frekar en fækkar. Hvert og eitt sveitarfélag leggur metnað sinn í góða grunnþjónustu. Aukin krafa er á sveitarfélög um samkeppnishæfni við nágrannasveitarfélög um val á búsetu sem kallar á framúrskarandi þjónustu talsvert út fyrir hin lögbundnu verkefni. Þessu ákalli vilja sveitarfélögin standa undir og kallar þetta því á forgangsröðun hvers sveitarfélags. Það er því nú sem fyrr hlutverk okkar sveitarstjórnarmanna, að leita allra mögulegra leiða til hagkvæmrar ráðstöfunar á fjármagni. Eitt stærsta innviðamálið í dag Stafræn þróun er mikilvægt innviðamál og jafnframt lykilatriði í byggðaþróun. Með stafrænni þróun getum við minnkað álag á starfsfólk stofnana og þar með náð fram aukinni skilvirkni, við getum sparað fjármagn og við getum aukið þjónustu við íbúana. Þjónustan verður nær íbúanum og ávallt til staðar hvort sem sveitarfélagið er lítið eða stórt. Við sem sveitarstjórnarmenn berum ábyrgð á rekstri sveitarfélaga og því er það okkar hlutverk að leita leiða til að þjónusta sem best á sem hagkvæmastan hátt. Stafrænt ráð sveitarfélaga Stafrænt ráð sveitarfélaga er teymi sem sett var saman með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaganna árið 2020 til að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun. Sex markmið hafa verið samþykkt af landsþingi Sambandsins en markmiðin snúa beint að stafrænni þróun. Sambandið vinni stefnumörkun og aðgerðaáætlun í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga í góðu samstarfi við sveitarfélög og ríkið Auka þekkingarstig kjörinna fulltrúa og annarra stjórnenda sveitarfélaga, starfsfólks og annarra hagaðila á tækifærum stafrænnar umbreytingar, nýtingu tækni og nýsköpunar við úrlausn áskorana. Vinna að pappírslausri stjórnsýslu sveitarfélaga og beita sér fyrir rafrænum skilum. Upplýsingartækniinnviðir sveitarfélaga verði þróaðir á grundvelli sameiginlegra kröfulýsinga og út frá sjálfvirkni með það að markmiði að ná fram auknu rekstrarhagræði og bættri þjónustu samhliða því sem öryggi gagna sé tryggt. Stafrænt umbreytingateymi sveitarfélaga verði miðlægur þjónustukjarni með skilgreint umboð og hlutverk, mannað stafrænum leiðtogum í öllum landshlutum sem veita sveitarfélögum stuðning. Efla samstarf við ríkið (Stafrænt Ísland) til að sveitarfélög geti nýtt miðlægan vettvang, ísland.is, við þróun þjónustu fyrir sveitarfélög. Frá því í haust hefur verið settur enn meiri þungi í að vinna með stefnumótunina og markmiðin sex. Mikilvægi samstarfs Samstarf sveitarfélaga innbyrðis og samstarf sveitarfélaga og ríkis – er gríðarlega mikilvægt. Að sveitarfélögin sjálf stígi fram sem ein rödd í samskiptum við ríki. Það er á ábyrgð okkar sveitarstjórnarmanna að eiga samtalið, sameina krafta okkar, fara vel með opinbert fjármagn og forðast tvíverknað. Stafræn þróun byggir upp sjálfstraust. Við sköpum notendavænar lausnir, aukum sjálfstæði notandans og léttum á innviðunum – enda er hér um nýsköpun innviða að ræða. Það er von mín að sveitarfélögin og ríki starfi sem ein heild í átt að aukinni þjónustu fyrir íbúa landsins með stafræna þróun að leiðarljósi. Erindi þetta var flutt á afar gagnlegum nýsköpunardegi hins opinbera sem fram fór þann 15. maí s.l. Höfundur er formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og formaður starfræns ráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun