Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja? Bjarni Már Magnússon skrifar 17. maí 2024 09:31 Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun