Löggæsla er mikilvæg grunnþjónusta við fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 16. maí 2024 10:30 Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Lögreglan Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun