Löggæsla er mikilvæg grunnþjónusta við fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 16. maí 2024 10:30 Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Lögreglan Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blasir alvarleg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 milljónir aðhaldskröfu á löggæslustofnanir landsins. Sú krafa ógnar öryggi almennings. Þörfin fyrir löggæslu að aukast Aðhaldskrafa kemur fram þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustu löggæslunnar sé alltaf að aukast og breiddin í verkefnum sömuleiðis. Gríðarleg fólksfjölgun hefur orðið í landinu og mikill fjöldi ferðamanna kemur nú til landsins allan ársins hring. Því hefur m.a. fylgt aukið landamæraeftirlit í höfnum og verulega aukið álag í umferð. Viðvarandi er síðan sú staða að dómstólar landsins hafa mildað dóma í alvarlegum sakamálum vegna þess að mál hafa dregist alvarlega í rannsókn. Engin önnur skýring er á því önnur en sú að fáliðað er í lögreglu. Og nú bætist aðhaldskrafan á dómstóla. Mikil vanfjármögnun hefur verið hjá fangelsum landsins, með þeim alvarlegu afleiðingum að dæmdir menn hafa ekki afplánað dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisbrot einfaldlega vegna þess að fangelsin geta ekki kallað menn inn. Fangelsin hafa á sama tíma litla burði til að standa undir nafni betrunar. Mikilvægt að geta sinnt forvörnum Verkefni lögreglunnar er mjög fjölbreytt og frá forvörnum yfir í rannsókn sakamála. Sveitarfélögin kalla t.d. eftir að því að lögregla sé sýnileg í samfélaginu og sinni forvarnarstarfi meðal ungmenna með virku samtali. Með samskiptum lögreglu við ungt fólk aukast t.d. möguleikar á því að grípa inn í aðstæður áður en vandamálin koma fram. Í lögum um farsæld barna er lögregla skilgreind sem þjónustuveitandi. Með öðrum orðum þá fjölgar verkefnum stöðugt. Aðhaldskrafan núna er líkleg til að hafa áhrif á gott forvarnastarf. Nær allur rekstrarkostnaður lögreglu er launakostnaður. Aðhald getur þess vegna ekki þýtt annað en fækkun í mannafla sem er fáliðaður fyrir. Lögregla hefur tekið á sig miklar kostnaðarhækkanir t.d. vegna styttingu vinnuvikunnar sem er mjög kostnaðarsöm fyrir þjónustu sem er rekin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Innviðaskuldin birtist jafnframt þannig að víða um land er húsnæði lögreglu þannig að það háir starfseminni. Það gengur ekki upp að boða löggæsluáætlanir eða áætlanir um landamæraeftirlit en ræða aldrei um þá einföldu staðreynd að það þarf fólk til að sinna þessum störfum. Félag yfirlögregluþjóna hefur í umsögn við fjármálaáætlun rakið að fjöldi lögreglumanna sé svipaður og fyrir árið 1990 þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 60% á sama tíma. Þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins þá má sjá að frá 2007 hefur lögreglumönnum á svæðinu fækkað um 40 talsins. Staðan er orðin sú að fyrir hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu er rétt rúmlega einn lögreglumaður sem er ótrúlega lágt hlutfall. Hlutfall ófaglærðra lögreglumanna hefur á sama tíma farið hækkandi, ekki síst í byggðum landsins og viðbragðstíma lögreglu er ábótavant víða um land. Þessi staða ógnar öryggi fólks og þetta þarf að viðurkenna. Gjörbreytt öryggisumhverfi Félag yfirlögregluþjóna hefur líka bent á samanburð við nágrannríkin sem verja nú miklum fjármunum til varnar- og öryggismála vegna þess að öryggisumhverfið í Evrópu hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Hér er enginn her og hlutverk lögreglu því stærra í þessu samhengi. Það er mat félagsins að viðbragsstyrkur í landinu öllu sé allt of lítill og kominn langt niður fyrir það sem er skynsamlegt og öruggt. Samanburður okkur við önnur Evrópuríki sýnir það sama: að löggæsla hér á landi er áberandi fáliðuð og veik af þeirri ástæðu. Hvað sakamál og sakamálarannsóknir varðar þá blasir við að það fullkomlega óraunhæft að ætla að efla viðbragð við skipulagðri glæpastarfsemi með því að veikja almenna löggæslu. Almenn löggæsla og sérhæfðari deildir þurfa á hver annarri að halda. Sömuleiðis þarf að horfa á löggæsluna yfir landið allt og viðurkenna sérstakar aðstæður okkar. Viðreisn vill efla löggæslu Viðreisn vill að löggæsla verði efld og að horfa eigi á löggæslu sem grunnþjónustu við fólkið í landinu. Þetta er almanna- og þjóðaröryggismál. Það er einfaldlega óskynsamleg ráðstöfun fjármuna að vanfjármagna innviði og þjónustu sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi fólks. Það verður að setja löggæslu í sama forgang og heilbrigðisþjónustu, sem hefur verið undanskilin aðhaldi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Það er algjört fyrsta skref að hverfa frá hugmyndum um að höggva frekar í þessa mikilvægu innviði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtir alvarlegt skilningsleysi á afleiðingum þess fyrir almenning að veikja innviði á borð við lögreglu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun