Hugrekki Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2024 15:00 Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm. Ég held að ástæðan sé sú að við höfum leyft samfélagsmiðlunum að ná tökum á okkur og gera okkur upp skoðanir á öllu og engu. Þeir svipta okkur hugrekkinu til að vera við sjálf og standa með því sem við trúum á og teljum rétt. Svo eru það skoðanakannanirnar. Við erum mötuð af upplýsingum sem eru mjög misjafnlega vel túlkaðar og fram settar. Það kemur t.d. sjaldnast fram hvernig könnunin var framkvæmd, hvernig úrtakið var fengið og hversu margir höfðu gert um hug sinn. Þessar “niðurstöður” eru svo notaðar þegar sjónvarpsstöðvarnar og ljósvakamiðlarnir velja til sín viðmælendur meðal frambjóðenda. Við teljum okkur í dag búa í lýðræðisþjóðfélagi þar sem pláss er fyrir allar skoðanir, ekki síst á miðlum landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur leitt annað í ljós og rótgrónir fjölmiðlar hafa sýnt ótrúlega hlutdrægni – meiri en ég hef séð lengi. En þeir hafa snúð við blaðinu sem er gott. Það er auðvelt að detta í þá gryfju að láta þetta allt fara í taugarnar á sér og sjá ekki ljósið. Ég veit að næst þegar ég hitti Höllu Tómasdóttir mun hún breiða, brosandi út faðminn og biðja mig um að líta upp og vera bjartsýn. Hún mun hvetja mig til að horfa á það jákvæða. Hvetja mig til að vera hugrökk og sjá glasið hálf fullt. Þannig forseti verður hún. Hún mun hvetja okkur áfram til góðra verka og taka á dagskrá mikilvæg mál. Halla mun leggja sitt á vogaskálarnar varðandi mál sem snerta jafnrétti, umhverfismál og velferð komandi kynslóða og koma þeim á dagskrá. Á erfiðum stundum mun hún á sinn einstaka, hlýja og heillandi hátt stappa í okkur stálinu og þjappa þjóðinni saman. Þessa dagana finnum við sem styðjum Höllu Tómasdóttur mikinn meðbyr og með honum eykst áhugi fjölmiðla – sem betur fer. Ég hlakka til að fylgjast með málefnalegri umræðu þessar síðustu vikur fram að kosningum og halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar svo Íslendingar fái þann forseta sem þeir eiga skilið. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm. Ég held að ástæðan sé sú að við höfum leyft samfélagsmiðlunum að ná tökum á okkur og gera okkur upp skoðanir á öllu og engu. Þeir svipta okkur hugrekkinu til að vera við sjálf og standa með því sem við trúum á og teljum rétt. Svo eru það skoðanakannanirnar. Við erum mötuð af upplýsingum sem eru mjög misjafnlega vel túlkaðar og fram settar. Það kemur t.d. sjaldnast fram hvernig könnunin var framkvæmd, hvernig úrtakið var fengið og hversu margir höfðu gert um hug sinn. Þessar “niðurstöður” eru svo notaðar þegar sjónvarpsstöðvarnar og ljósvakamiðlarnir velja til sín viðmælendur meðal frambjóðenda. Við teljum okkur í dag búa í lýðræðisþjóðfélagi þar sem pláss er fyrir allar skoðanir, ekki síst á miðlum landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur leitt annað í ljós og rótgrónir fjölmiðlar hafa sýnt ótrúlega hlutdrægni – meiri en ég hef séð lengi. En þeir hafa snúð við blaðinu sem er gott. Það er auðvelt að detta í þá gryfju að láta þetta allt fara í taugarnar á sér og sjá ekki ljósið. Ég veit að næst þegar ég hitti Höllu Tómasdóttir mun hún breiða, brosandi út faðminn og biðja mig um að líta upp og vera bjartsýn. Hún mun hvetja mig til að horfa á það jákvæða. Hvetja mig til að vera hugrökk og sjá glasið hálf fullt. Þannig forseti verður hún. Hún mun hvetja okkur áfram til góðra verka og taka á dagskrá mikilvæg mál. Halla mun leggja sitt á vogaskálarnar varðandi mál sem snerta jafnrétti, umhverfismál og velferð komandi kynslóða og koma þeim á dagskrá. Á erfiðum stundum mun hún á sinn einstaka, hlýja og heillandi hátt stappa í okkur stálinu og þjappa þjóðinni saman. Þessa dagana finnum við sem styðjum Höllu Tómasdóttur mikinn meðbyr og með honum eykst áhugi fjölmiðla – sem betur fer. Ég hlakka til að fylgjast með málefnalegri umræðu þessar síðustu vikur fram að kosningum og halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar svo Íslendingar fái þann forseta sem þeir eiga skilið. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun