Jón Gnarr fyrir dýraverndina Árni Stefán Árnason skrifar 15. maí 2024 14:00 Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis. Faðir minn var mikill áhugamaður um bindindi. Álíka mikill áhugamaður og ég er um dýravernd. Ég á fjölda bréfa sem faðir minn skrifaði til frambjóðenda fyrir kosningar þar sem hann spyr þá um áherslur þeirra í bindindismálum. Þetta er heiðarleg og einlæg spurning, sem er vitnisburður um mann sem vildi standa vörð um lýðheilsu á Íslandi. Aldrei fékk hann nein svör. Frambjóðendur þorðu ekki að stíga út fyrir rammann gegn þessum mesta vágesti mannkyns. Ég hef haft sama hátt á varðandi komandi forsetakosningar. Ég hef margoft spurt frambjóðendur m.a. í vísiskoðun um afstöðu þeirra til dýraverndar. Engin hefur hugrekki til að svara. Engu að síður ,,baða" margir þeirra sig nú í nýfæddum lömbum íklæddir lopapeysum. Ekki veit ég hvaða skilaboð þeir eru að reyna að senda. Hvað koma nýfædd lömb sem enda í sláturhúsi í haust kosningabarráttu við? Ég hef því reynt að hlera þá afstöðu með öðrum hætti og hlustað á næstum hvert einasta viðtal við frambjóðendur í miðlum, nú síðast Gnarr. Viðtalið við Jón Gnarr hjá Stöð2 var einlægt og heiðarlegt og það stóð upp úr hvernig hann talaði af eigin frumkvæði um hundinn sinn Klaka, tilfinningar sínar og virðingu gagnvart dýrum. Það dugði mér til að taka endanlega ákvörðun í komandi forsetakosningum þó Jón Gnarr sé á meðal þeirra sem hafa ekki svarað mér, jafnvel þó ég hafi sent honum þessa spurningu í beina útsendingu í kosningamiðstöð hans. Ég tel að það sé borin von að hjakka áfram í sama farinu að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til dýravernda og hvernig þeir myndu beita sér í henni. Þeir virðast ekki hafa hugrekki til að svara því. Áhersla á vernd hinna allra minnstu í samfélagi okkar virðist ekki vera þeim hugleikin. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis. Faðir minn var mikill áhugamaður um bindindi. Álíka mikill áhugamaður og ég er um dýravernd. Ég á fjölda bréfa sem faðir minn skrifaði til frambjóðenda fyrir kosningar þar sem hann spyr þá um áherslur þeirra í bindindismálum. Þetta er heiðarleg og einlæg spurning, sem er vitnisburður um mann sem vildi standa vörð um lýðheilsu á Íslandi. Aldrei fékk hann nein svör. Frambjóðendur þorðu ekki að stíga út fyrir rammann gegn þessum mesta vágesti mannkyns. Ég hef haft sama hátt á varðandi komandi forsetakosningar. Ég hef margoft spurt frambjóðendur m.a. í vísiskoðun um afstöðu þeirra til dýraverndar. Engin hefur hugrekki til að svara. Engu að síður ,,baða" margir þeirra sig nú í nýfæddum lömbum íklæddir lopapeysum. Ekki veit ég hvaða skilaboð þeir eru að reyna að senda. Hvað koma nýfædd lömb sem enda í sláturhúsi í haust kosningabarráttu við? Ég hef því reynt að hlera þá afstöðu með öðrum hætti og hlustað á næstum hvert einasta viðtal við frambjóðendur í miðlum, nú síðast Gnarr. Viðtalið við Jón Gnarr hjá Stöð2 var einlægt og heiðarlegt og það stóð upp úr hvernig hann talaði af eigin frumkvæði um hundinn sinn Klaka, tilfinningar sínar og virðingu gagnvart dýrum. Það dugði mér til að taka endanlega ákvörðun í komandi forsetakosningum þó Jón Gnarr sé á meðal þeirra sem hafa ekki svarað mér, jafnvel þó ég hafi sent honum þessa spurningu í beina útsendingu í kosningamiðstöð hans. Ég tel að það sé borin von að hjakka áfram í sama farinu að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til dýravernda og hvernig þeir myndu beita sér í henni. Þeir virðast ekki hafa hugrekki til að svara því. Áhersla á vernd hinna allra minnstu í samfélagi okkar virðist ekki vera þeim hugleikin. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun