Samstarf við landsbyggðina Sævar Þór Halldórsson skrifar 15. maí 2024 13:00 Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Byggðamál Menning Alþingi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar