Kletturinn Katrín Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 15. maí 2024 09:16 Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun