Við unga fólkið viljum fá sæti við borðið Selma Rós Axelsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:01 Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun