Fjarheilbrigðisþjónusta Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 14. maí 2024 21:00 Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi. Málið er þýðingarmikið þar sem í fjarheilbrigðisþjónusta er klárlega ein þeirra tæknilausna sem geta umbylt heilbrigðisþjónustu fyrir fólk um allt land. Til eru mörg dæmi um einstaklinga sem ferðast langt og taka sér frí frá vinnu, stundum í fleiri daga, til þess að hitta lækna og sérfræðinga. Sérstaklega í ljósi þess að meirihluti sérfræðinga í heilbrigðisgeiranum er staðsettur á suðvesturhorni landsins. Í sumum tilvikum er ferðin nauðsynleg, en oft er möguleiki á því að samskipti læknis og skjólstæðings eigi sér stað með fjarheilbrigðislausnum eins og viðtöl við sálfræðinga eða talmeinafræðinga. Með þessu þá erum við að opna frekar á þann möguleika í fjarheilbrigðislausnum. Fjarheilbrigðisþjónusta getur nýst við heimahjúkrun, þá sérstaklega í dreifbýli. Einnig getur hún aukið og auðveldað teymisvinnu fagfólks, sem er búsett um allt land og sum þeirra mögulega erlendis. Þetta getur fækkað óþörfum og oft dýrum ferðalögum ásamt því að vera til þess fallið að auka hagkvæmni. Það er ljóst að á síðastliðnu ári hefur hröð þróun átt sér stað hvað varðar tæknilausnir í heilbrigðisgeiranum. Frumvarpið er skref í átt að því að vinna að sameiginlegum skilningi á því hvað felst í þeim tæknilausnum sem við höfum og grunnreglur um notkun þeirra. Fjarheilbrigðisþjónustan er liður að því að jafna aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða annarra aðstæðna og er yfirlýst aðgerð, sbr. A.5 lið í byggðaáætlun. Markmiðið er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði jafnað eins og hægt er og bætt með nýsköpun og nýtingu tækni og fjarskipta við framkvæmd þjónustu. Í byggðaáætlun kemur fram að með innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu verði leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Jafnframt verði rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu, og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi, og með þeim hætti verði teymisvinna innan heilbrigðisþjónustu auðvelduð. Fjarheilbrigðisþjónusta er enn eitt verkfærið sem við fáum í hendurnar til þess að auka jafnrétti og færa sérhæfða heilbrigðisþjónustu nær fólki um allt land og því fagna ég því að frumvarpið hafi verið samþykkt á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málsins í velferðarnefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Tækni Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi. Málið er þýðingarmikið þar sem í fjarheilbrigðisþjónusta er klárlega ein þeirra tæknilausna sem geta umbylt heilbrigðisþjónustu fyrir fólk um allt land. Til eru mörg dæmi um einstaklinga sem ferðast langt og taka sér frí frá vinnu, stundum í fleiri daga, til þess að hitta lækna og sérfræðinga. Sérstaklega í ljósi þess að meirihluti sérfræðinga í heilbrigðisgeiranum er staðsettur á suðvesturhorni landsins. Í sumum tilvikum er ferðin nauðsynleg, en oft er möguleiki á því að samskipti læknis og skjólstæðings eigi sér stað með fjarheilbrigðislausnum eins og viðtöl við sálfræðinga eða talmeinafræðinga. Með þessu þá erum við að opna frekar á þann möguleika í fjarheilbrigðislausnum. Fjarheilbrigðisþjónusta getur nýst við heimahjúkrun, þá sérstaklega í dreifbýli. Einnig getur hún aukið og auðveldað teymisvinnu fagfólks, sem er búsett um allt land og sum þeirra mögulega erlendis. Þetta getur fækkað óþörfum og oft dýrum ferðalögum ásamt því að vera til þess fallið að auka hagkvæmni. Það er ljóst að á síðastliðnu ári hefur hröð þróun átt sér stað hvað varðar tæknilausnir í heilbrigðisgeiranum. Frumvarpið er skref í átt að því að vinna að sameiginlegum skilningi á því hvað felst í þeim tæknilausnum sem við höfum og grunnreglur um notkun þeirra. Fjarheilbrigðisþjónustan er liður að því að jafna aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða annarra aðstæðna og er yfirlýst aðgerð, sbr. A.5 lið í byggðaáætlun. Markmiðið er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði jafnað eins og hægt er og bætt með nýsköpun og nýtingu tækni og fjarskipta við framkvæmd þjónustu. Í byggðaáætlun kemur fram að með innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu verði leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Jafnframt verði rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu, og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi, og með þeim hætti verði teymisvinna innan heilbrigðisþjónustu auðvelduð. Fjarheilbrigðisþjónusta er enn eitt verkfærið sem við fáum í hendurnar til þess að auka jafnrétti og færa sérhæfða heilbrigðisþjónustu nær fólki um allt land og því fagna ég því að frumvarpið hafi verið samþykkt á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málsins í velferðarnefnd Alþingis.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun