Okkar forseti Þráinn Farestveit skrifar 14. maí 2024 11:01 Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hver leiðir þjóðina. Ef einhver er í vafa um hversu miklu máli það skiptir hver verður næsti forseti á Bessastöðum er ágætt að rifja upp arfleifð Vigdísar Finnbogadóttur og hversu miklu hún breytti fyrir íslenska þjóð langt út fyrir landsteinana svo eftir því var tekið. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Það vakti verðskuldaða athygli um allan heim og margir tóku hana sér til fyrirmyndar. Hún sem fyrirmynd hvatti þannig fleiri konur til að stíga fram og varð örugglega til þess að fleiri þjóðir höfðu hugrekki til að kjósa konu sem sinn leiðtoga. Í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur varð sú breyting á embættinu að starfsvettvangur forseta varð ekki bara innanlands heldur ferðaðist hún í mun meira mæli út fyrir landsteinana en fyrri forsetar höfðu gert og var henni boðið í heimsóknir víða erlendis. Þar lagði hún kapp á að nýta athyglina sem kjör hennar vakti í þágu lands og þjóðar sem það svo sannanlega gerði. Þegar gengið verður til forsetakjörs 1. júní næstkomandi þarft þú kjósandi góður að vera búinn að svara þeirri spurningu, hver af frambjóðendunum eru líklegir til að, ekki bara vera duglegur að vekja athygli á okkur sem þjóð, heldur sérstaklega til að styðja við og standa með þjóðinni á öllum stundum. Leiði þjóðina í málefnum þar hún sýnir styrkleika en einnig þegar einsýnt þykir að þjóðin er að fara út af sporinu. Fyrir þessu verkefni treysti ég Höllu Tómasdóttur best, ekki síst vegna reynslu hennar af því að tala fyrir góðum gildum og hennar einstöku framsýni í allri nálgun. Halla hefur reynslu af því að leiða saman ólíka hópa til umræðu um það sem skiptir máli. Hún var ein af þeim sem stóð fyrir Þjóðfundinum forðum og hefur þann eiginleika að fólk leggur við hlustir þegar hún talar. Halla hefur lagt konum til auð í krafti kvenna, hún hefur fengið byrjendur, brautryðjendur og sterkar konur til samtals þannig að lærdóm megi draga af þeirri vinnu. Hún hefur sýnt svo eftir því er tekið hversu kjarkmikil hún er, hún hefur kjark og þor til að fara ótroðnar slóðir, hún hefur sett niður vörður á sinni leið fyrir aðra að fylgja. Hún hefur tekið skýra afstöðu með öllum hópum samfélagsins. Sýnir aldrei annað en víðsýni og skilning á málefnum og stöðu þeirra sem minna mega sín. Allt of stór hópur einstaklinga finnur sig ekki í Íslensku samfélagi, telur sig ekki tilheyra og verður þess vegna jaðarsettur. Brotnar fjölskyldur sem sjá ekki til botns og finna málum sínu hvergi farveg fjölgar hratt, engin virðist hlusta. Ég treysti Höllu Tómasdóttur best til þess að byggja brýr fyrir alla sem byggja íslenskt samfélag, sterka sem veika, aldraða sem unga. Þannig forseta þurfum við á Bessastaði. Kjósum hugrakka og heillandi konu sem hefur þroska, kjark, leiðtogahæfni og reynslu til að bera, þegar fólkið í landinu þarf á að halda. Halla Tómasdóttir er minn forseti og ég hvet þá sem ekki hafa kynnt sér það sem hún stendur fyrir að gera það. Halla hefur ítrekað talað um Vigdísi sem sína helstu fyrir mynd. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar