Sameiningartákn? Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 12. maí 2024 10:30 Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands sinnir margvíslegum skyldum sem eru allar mikilvægar á sinn hátt. Þó liggur aðeins ein þessara skyldna einvörðungu á herðum forseta. Engra annarra. Eitt af hlutverkum forsetans er að efla stöðu Íslands alþjóðlega og styðja hagsmuni þjóðarinnar út á við, efnahagslega sem og pólitískt séð. Það er einnig æðsta hlutverk utanríkisráðherra landsins og gjörvallrar utanríkisþjónustunnar, stofnana eins og Íslandsstofu og svokallaðra Millilandaráða, sem og einkaaðila. Forsetinn vinnur jafnframt að því að efla stöðu íslenskrar menningar og lista á alþjóðasviðinu. Það gera einnig menningarmálaráðherra og -ráðuneyti, utanríkisþjónustan, Miðstöð íslenskra bókmennta, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Tónlistarmiðstöð, og Miðstöð íslenskrar myndlistar, til að nefna nokkra, sem og fjöldi einkaaðila. Forsetinn leggur sitt lóð á vogarskálarnar alþjóðlega við eflingu þeirra gilda sem standa okkur næst: mannréttinda, friðar, lýðræðis og réttarríkis. Það er einnig eitt helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar og fjölda frjálsra félagasamtaka. Forsetinn veitir fulltrúum stjórnmálaflokka umboð til ríkisstjórnarmyndunar, sér til þess að í landinu sé starfshæf ríkisstjórn, og staðfestir lög frá Alþingi. Samkvæmt þingræðisreglu stjórnarskrár er ríkisstjórnarmyndun og lagasetning þó fyrst og fremst í höndum alþingismanna. Loks stendur forsetinn að jafna vörð um íslenskan menningararf, tungu, og náttúru, sem og grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi. Því hlutverki sinna einnig ótal menningarstofnanir, ráðuneyti, dómskerfið, umhverfisverndarsamtök, mannréttindasamtök og fræðasamfélagið, sem og einkaaðilar. En hvaða hlutverk stendur þá eftir, sem hvílir fyrst og síðast á herðum forsetans? Það er að vera sameiningartákn og sameiningarafl þjóðarinnar. En hvað þýðir það í raun? Það þýðir að forseti Íslands sé fólksins. Ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Að forsetinn geti sett sig í spor allra hópa samfélagsins, sama hversu vel eða illa þeir standa. Að forsetinn eigi auðvelt með að finna til samkenndar og sýna öðru fólki raunverulega samkennd. Að hlusta. Að vera algjörlega til staðar hverju sinni. Að hugsa hlutina út frá öðru fólki, samfélaginu, en ekki eingöngu sér eða sinni tilveru. Að geta myndað innihaldsrík tengsl við annað fólk, þar með talið þau sem upplifa sig á jaðri samfélagsins. Til þess að geta myndað slík tengsl þarf fólk að hafa öðlast reynslu og gengið í gegnum erfiðleika í eigin lífi, lært af þeim og vaxið. Og ekki einungis eflst og styrkts persónulega heldur einnig aukið getu sína til að setja sig í spor annarra. Aukið getu sína til að setja sjálf sitt og samfélagsstöðu sína algjörlega til hliðar þegar aðstæður kalla á. Þannig forseti gefur sig að þeim sem á þurfa að halda, og beitir í framhaldinu áhrifum sínum til að bæta stöðu þeirra. Talar þeirra máli. Þannig forseti leiðir saman ólíka hópa og stuðlar að sátt og samlyndi, eflir samfélagsheildina. Þannig forseti er fyrirmynd okkar allra. Forsetinn þarf því að búa yfir bæði lífsreynslu og visku. Við þurfum nefnilega ekki mest af öllu annan stjórnmálamann eða embættismann, eða fulltrúa hagsmunasamtaka, í stól forseta. Við þurfum heldur alls ekki einstakling sem er fyrst og fremst að hugsa um eiginn framgang og valdastöðu. Við þurfum miklu frekar einstakling sem getur áreynslulaust verið í liði okkar allra, sama á hverju bjátar. Einstakling sem stuðlar að aukinni samkennd, skilningi og hlýju innan samfélags okkar, og þar með talið aukinni samfélagsþátttöku og valdeflingu þeirra sem standa veikt. Á tímum aukinnar skautunar í samfélaginu, og þeirra félagslegu áskorana sem hraðar samfélagsbreytingar skapa, nægir að nefna snjallvæðingu og þróun gervigreindar, er þetta hlutverk forseta Íslands síst minna mikilvægt nú en áður. Núverandi forseti býr yfir þessari getu. Þessum persónueinkennum. Hann hefur gefið fólkinu sig allan í hartnær 8 ár og á miklar þakkir skilið fyrir sitt óeigingjarna starf. Það er að vera raunverulegt sameiningartákn. Þannig forseti vil ég áfram að leiði þjóðina. Höfundur er óákveðinn kjósandi.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar