Fylgishrun Höllu Hrundar staðfest Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. maí 2024 12:01 Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun