Í lagi að sætta sig við að vera barnlaus Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2024 08:05 Unnur og maðurinn hennar Jón Tryggvi eru ánægð með barnleysið í dag. Aðsend Unnur Arndísardóttir býr á Spáni með manni sínum Jóni Tryggva Unnarssyni og hundinum þeirra Álfi litla. Þar heldur hún námskeið, stundar hugleiðslu og vinnur sem jógakennari og heilari. Unnur og Jón Tryggvi eru barnlaus en reyndu í mörg ár að eignast barn. Unnur segir ferlið hafa tekið afar mikið á hana og titillinn að vera ófrjó. Í dag kallar hún sig perlumóðir og býður öðrum konum, sem ekki geta eignast börn, að gera það líka. „Perlumóðir er móðir lífsins, hún er móðir fegurðar og ljóma. Kona sem gefur af sér, skapar og breytir heiminum. Hún er móðir margra perlna - en hún getur ekki eignast börn, eða velur það að eignast ekki börn,“ segir um perlumóðurina í bók sem Unnur gaf út fyrir um ári síðan um titilinn, hugtakið og sína sögu. „Ég er ein af þessum fjölmörgu konum sem ekki geta eignast börn. Eftir að hafa farið í gegnum allskonar meðferðir og glasafrjóvganir ákváðum við að hætta að reyna að eignast börn og einbeita okkur að einhverju öðru. En mér fannst samt erfitt á sama tíma að taka upp þennan titil, að vera ófrjó,“ segir Unnur. Hún segist sátt við ákvörðunina að hætta að reyna en hugtakið hafi setið lengi í henni. Henni hafi ekki þótt hún ófrjó þótt hún gæti ekki eignast börn. Kom til hennar á milli svefns og vöku „Ég er listakona og bý til tónlist, viðburði og athafnir. Ég er jógakennari og allt krefst þetta þess að vera skapandi. Þannig mér fannst þetta hugtak aldrei passa við mig,“ segir Unnur. Eftir hafi hún reynt að finna út úr því hvað hún væri í staðinn. „Svo kom það til mín á milli svefns og vöku. Það var eins og þessu væri hvíslað til mín. „Þú ert perlumóðir, kona án barna“. Ég vaknaði með þetta hjá mér og ákvað að setjast og skrifa,“ segir Unnur og að það hafi hellst yfir hana alveg ný orka við þessa uppgötvun. Allt sem hún skapaði, tónlistin, athafnirnar og listin, væri eins og litlu perlurnar hennar. Unnur byrjaði að skrifa niður hugsanir sínar og tilfinningar reglulega eftir þetta. Um hugtakið og hvað það þýddi fyrir hana og hvernig það hjálpaði henni. Skrifin hugsaði hún bara fyrir sjálfa sig. Unnur segir það skipta miklu hvaða orð við notum um okkur sjálf. Óbyrja eða perlumóðir. Það skipti máli. Aðsend „Ég ætlaði aldrei að deila þessu með neinum eða tala um það upphátt að ég væri ófrjó. Þegar við vorum í aðgerðunum talaði ég aðeins um þetta við mína nánustu og deildi þessu ekkert almennt. En svo eftir að hafa skrifað og skrifað um þessar tilfinningar byrjaði ég að pósta litlum færslum á samfélagsmiðla og ákvað að „koma út“ sem ófrjó manneskja,“ segir Unnur. Aldrei fengið eins mörg like Hún segir viðbrögðin við þessum litlu færslum hafa verið ótrúleg og ekkert í líkingu við það sem hún hafði upplifað áður þegar hún til dæmis vakti athygli á list sinni eða tónlist. „Ég hef aldrei fengið eins mörg like, hjörtu og email frá fólki í sömu stöð. Sem þakkaði mér fyrir að tala um þetta opinskátt. Þá fattaði ég að ég var ekki bara að skrifa um þetta fyrir sjálfa mig. Ég var að því líka fyrir konurnar í kringum mig sem þurftu að tala um þetta. Sem þurftu að geta átt samtal um að það sé ekkert slæmt að vera ófrjó eða að velja sér barnlausan lífsstíl.“ Bókarkápa Unnar. Unnur ákvað eftir þetta að nýta skrifin í bók sem hún svo gaf út fyrir um ári síðan og er hægt að kynna sér betur hér. Í tengslum við útgáfuna heldur hún reglulega námskeið og systrahringi á netinu og í persónu, fyrir konur án barna. „Þannig eigum við eitthvað samfélag, við konur án barna, til að ræða þetta. Um að eyða þessu tabúi úr samfélaginu. Það er allt í lagi að sætta sig við þetta og vera ekki alltaf bara sorgmædd yfir því að eiga ekki börn. Mér finnst yndislegt að eiga ekki börn á sumum dögum, svo eru aðrir dagar erfiðari. Þetta er vegferð.“ Óbyrja eða ófrjó Orðið sem notað er fyrir konur sem ekki geta eignast börn á íslensku er óbyrja. Unnur segist hafa velt þessu mikið fyrir sér. Hún hafi skoðað bæði íslenska og enska tungu og hafi fundið mjög mikið af neikvæðum orðum um það þegar konur geta ekki eignast börn. Sama sé að segja um viðhorf til kvenna sem ekki eignast börn. Í bíómyndum, poppkúltúr og sögum séu konur án barna álitnar hættulegar eða geðveikar. Að þær geti jafnvel stolið börnum. „Það er neikvæð orka í kringum þetta. Þegar þú segist vera ófrjó verða allir svo leiðir og vita ekkert hvað þau eiga að segja. En ef þú byrjar að segja að þú sért perlumóðir geturðu aðeins snúið þessu við. Ég trúi að orðin okkar beri kraft, í tónlist, töluðu og rituðu máli.“ Ef við notum orð um okkur sem eru neikvæð ber það með sér neikvæða orku. Eins og óbyrja, ófrjó og fleiri svona orð Hún segir að með því að snúa þessu við sé hægt að leyfa konum að eiga heilandi leið með þessa vegferð. Þær fái þannig að rísa upp úr neikvæðu orkunni og sorginni sem fylgi því að geta ekki eignast börn. „Hver og ein kona á sína sögu. Sumar eru sorgmæddar, en aðrar ekki. Þetta má vera allskonar. Ég get sagt að ég hafi skammast mín fyrir að vera ófrjó en ég mun aldrei skammast mín fyrir að vera perlumóðir,“ segir Unnur. Nú upplifi hún miklu meiri upprisu en niðurrif. Hvísla að henni í búðinni Unnur segist almennt hafa fengið góð viðbrögð við færslunum sínum eftir að hún byrjaði að opna sig. Hún lendi reglulega í því að konur stöðvi hana til að segja henni að þær deili þessari reynslu og vilji kalla sig perlumóðir. „Það er gaman að eiga þetta og finna að þetta hjálpar öðrum konum líka. En það eru ekki bara konur, það eru karlar líka. Svo er það fólkið sem er ekki ófrjótt. Það hefur líka komið til mín með tárin í augunum. Því samkenndin er svo sterk. Sem samfélag viljum við ekki setja fólk út fyrir hringinn því það getur ekki eitthvað.“ Listaverk sem heldur áfram að stækka Unnur álítur perlumóðurina eitt af listaverkum sínum og segir yndislegt að sjá það vaxa. Hún vonist til að vöxturinn verði meiri eftir því sem tíminn líður, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Þegar sé það þannig að konur hvaðanæva að úr heiminum taki þátt í viðburðunum hennar á netinu og margar komi þær úr samfélagi þar sem barnleysi og ófrjósemi sé miklu meira tabú en á Íslandi. „Sem íslensk kona má ég tala um þetta og breyta til. Ég má taka nýjan titil og snúa þessu við. En annars staðar er það ekki endilega svo auðvelt. Það getur verið svo löng leið fyrir konur heimsins til að rísa og ég vil að þetta sé eitthvað sem hjálpar konum.“ Unnur segir það hafa verið henni afar erfitt að geta ekki eignast barn en hún sé sátt við ákvörðun sína að hætta að reyna. Aðsend Unnur býður bæði upp á einkatíma og hóptíma og segir það hafa gefið sér afar mikið að geta hjálpað öðrum konum í þessari stöðu. Auk þess hefur hún boðið barnlausum konum í hlédrög [e. retreat] á Spáni á sveitasetri þar sem þær koma saman, stunda jóga og slökun í nokkra daga. „Við ákváðum að prófa að búa á Spáni, í aðeins meiri hita. Við lifum rólegu lífi og ég hef tíma til að skrifa en kem líka reglulega til Íslands til að halda námskeið. Þetta er bækistöð eins og er, en við þráum alltaf að koma aftur heim. Maður finnur það sama hvert maður fer að Ísland kallar mann alltaf aftur heim. En það er voðalega ljúft að vera hérna núna.“ Unnur segir flutninginn og það líf sem þau hjón lifa á Spáni akkúrat það sem þau þurftu eftir allar frjósemisaðgerðirnar, sprauturnar og tilfinningarnar sem því fylgdu að geta ekki eignast barn. „Ég þurfti tíma til að jafna mig líkamlega. Þetta hefur enn áhrif á líkama minn, allir hormónarnir sem ég sprautaði í mig til að reyna að eignast barn. Að taka ákvörðun um að hætta að reyna, eftir það tók við sorgarferli og við fundum að við þurftum að vera annars staðar en heima til að heilast og finna okkur aftur.“ Úr þessum tilfinningum rís perlumóðirin. Um fimm ár eru síðan Unnur og maðurinn hennar hættu að reyna að eignast börn. Í dag eru þau afar sátt við ákvörðunina að hætta. „Mér finnst æðislegt að vera barnlaus núna,“ segir Unnur og að þetta sé setning sem nánast megi ekki yrða. „Ég sagði þetta á ráðstefnu um daginn og það fór kliður um salinn. Af því að við megum ekki segja þetta. En er ekki bara gott að vera allskonar? Það má finna gæði lífsins í barnleysinu. Við getum ferðast að vild og verið í sælunni einhvern veginn. Þetta þarf ekki að vera sorglegt endalaust.“ Hún segir þetta viðkvæmt málefni fyrir marga og í gegnum tíðina hafi hún lent í allskonar samræðum og fengið allskonar skot. Sumir hafi jafnvel verið dónalegir. „Fólk spyr mikið og yfirleitt er það fólk sem þekkir mann lítið sem er dónalegt. Ég fann þetta sérstaklega í glasaferlinu. Ég gat ekki talað um þetta án þess að fara að gráta. Ég var kannski í partí þar sem fólk var að spyrja af hverju ég ætti ekki börn og hvort ég væri ekki að renna út á tíma og svo framvegis. Ég fór oft grátandi heim úr partíinu eða búðinni.“ Unnur segir þetta breytt í dag. „Ég segi bara strax að ég geti ekki eignast börn. Þá kemur á fólk sem er hvasst með þetta. Sumir verða reiðir við mann og fara að þræta. Því þetta er utan „kassans“ sem við eigum að vera í samfélaginu. Við eigum að fjölga okkur. En flestir mæta manni vel, sérstaklega þegar maður er einlægur með þetta og segir bara að það sé fullreynt.“ Frjósemi Spánn Íslendingar erlendis Jóga Ástin og lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Unnur segir ferlið hafa tekið afar mikið á hana og titillinn að vera ófrjó. Í dag kallar hún sig perlumóðir og býður öðrum konum, sem ekki geta eignast börn, að gera það líka. „Perlumóðir er móðir lífsins, hún er móðir fegurðar og ljóma. Kona sem gefur af sér, skapar og breytir heiminum. Hún er móðir margra perlna - en hún getur ekki eignast börn, eða velur það að eignast ekki börn,“ segir um perlumóðurina í bók sem Unnur gaf út fyrir um ári síðan um titilinn, hugtakið og sína sögu. „Ég er ein af þessum fjölmörgu konum sem ekki geta eignast börn. Eftir að hafa farið í gegnum allskonar meðferðir og glasafrjóvganir ákváðum við að hætta að reyna að eignast börn og einbeita okkur að einhverju öðru. En mér fannst samt erfitt á sama tíma að taka upp þennan titil, að vera ófrjó,“ segir Unnur. Hún segist sátt við ákvörðunina að hætta að reyna en hugtakið hafi setið lengi í henni. Henni hafi ekki þótt hún ófrjó þótt hún gæti ekki eignast börn. Kom til hennar á milli svefns og vöku „Ég er listakona og bý til tónlist, viðburði og athafnir. Ég er jógakennari og allt krefst þetta þess að vera skapandi. Þannig mér fannst þetta hugtak aldrei passa við mig,“ segir Unnur. Eftir hafi hún reynt að finna út úr því hvað hún væri í staðinn. „Svo kom það til mín á milli svefns og vöku. Það var eins og þessu væri hvíslað til mín. „Þú ert perlumóðir, kona án barna“. Ég vaknaði með þetta hjá mér og ákvað að setjast og skrifa,“ segir Unnur og að það hafi hellst yfir hana alveg ný orka við þessa uppgötvun. Allt sem hún skapaði, tónlistin, athafnirnar og listin, væri eins og litlu perlurnar hennar. Unnur byrjaði að skrifa niður hugsanir sínar og tilfinningar reglulega eftir þetta. Um hugtakið og hvað það þýddi fyrir hana og hvernig það hjálpaði henni. Skrifin hugsaði hún bara fyrir sjálfa sig. Unnur segir það skipta miklu hvaða orð við notum um okkur sjálf. Óbyrja eða perlumóðir. Það skipti máli. Aðsend „Ég ætlaði aldrei að deila þessu með neinum eða tala um það upphátt að ég væri ófrjó. Þegar við vorum í aðgerðunum talaði ég aðeins um þetta við mína nánustu og deildi þessu ekkert almennt. En svo eftir að hafa skrifað og skrifað um þessar tilfinningar byrjaði ég að pósta litlum færslum á samfélagsmiðla og ákvað að „koma út“ sem ófrjó manneskja,“ segir Unnur. Aldrei fengið eins mörg like Hún segir viðbrögðin við þessum litlu færslum hafa verið ótrúleg og ekkert í líkingu við það sem hún hafði upplifað áður þegar hún til dæmis vakti athygli á list sinni eða tónlist. „Ég hef aldrei fengið eins mörg like, hjörtu og email frá fólki í sömu stöð. Sem þakkaði mér fyrir að tala um þetta opinskátt. Þá fattaði ég að ég var ekki bara að skrifa um þetta fyrir sjálfa mig. Ég var að því líka fyrir konurnar í kringum mig sem þurftu að tala um þetta. Sem þurftu að geta átt samtal um að það sé ekkert slæmt að vera ófrjó eða að velja sér barnlausan lífsstíl.“ Bókarkápa Unnar. Unnur ákvað eftir þetta að nýta skrifin í bók sem hún svo gaf út fyrir um ári síðan og er hægt að kynna sér betur hér. Í tengslum við útgáfuna heldur hún reglulega námskeið og systrahringi á netinu og í persónu, fyrir konur án barna. „Þannig eigum við eitthvað samfélag, við konur án barna, til að ræða þetta. Um að eyða þessu tabúi úr samfélaginu. Það er allt í lagi að sætta sig við þetta og vera ekki alltaf bara sorgmædd yfir því að eiga ekki börn. Mér finnst yndislegt að eiga ekki börn á sumum dögum, svo eru aðrir dagar erfiðari. Þetta er vegferð.“ Óbyrja eða ófrjó Orðið sem notað er fyrir konur sem ekki geta eignast börn á íslensku er óbyrja. Unnur segist hafa velt þessu mikið fyrir sér. Hún hafi skoðað bæði íslenska og enska tungu og hafi fundið mjög mikið af neikvæðum orðum um það þegar konur geta ekki eignast börn. Sama sé að segja um viðhorf til kvenna sem ekki eignast börn. Í bíómyndum, poppkúltúr og sögum séu konur án barna álitnar hættulegar eða geðveikar. Að þær geti jafnvel stolið börnum. „Það er neikvæð orka í kringum þetta. Þegar þú segist vera ófrjó verða allir svo leiðir og vita ekkert hvað þau eiga að segja. En ef þú byrjar að segja að þú sért perlumóðir geturðu aðeins snúið þessu við. Ég trúi að orðin okkar beri kraft, í tónlist, töluðu og rituðu máli.“ Ef við notum orð um okkur sem eru neikvæð ber það með sér neikvæða orku. Eins og óbyrja, ófrjó og fleiri svona orð Hún segir að með því að snúa þessu við sé hægt að leyfa konum að eiga heilandi leið með þessa vegferð. Þær fái þannig að rísa upp úr neikvæðu orkunni og sorginni sem fylgi því að geta ekki eignast börn. „Hver og ein kona á sína sögu. Sumar eru sorgmæddar, en aðrar ekki. Þetta má vera allskonar. Ég get sagt að ég hafi skammast mín fyrir að vera ófrjó en ég mun aldrei skammast mín fyrir að vera perlumóðir,“ segir Unnur. Nú upplifi hún miklu meiri upprisu en niðurrif. Hvísla að henni í búðinni Unnur segist almennt hafa fengið góð viðbrögð við færslunum sínum eftir að hún byrjaði að opna sig. Hún lendi reglulega í því að konur stöðvi hana til að segja henni að þær deili þessari reynslu og vilji kalla sig perlumóðir. „Það er gaman að eiga þetta og finna að þetta hjálpar öðrum konum líka. En það eru ekki bara konur, það eru karlar líka. Svo er það fólkið sem er ekki ófrjótt. Það hefur líka komið til mín með tárin í augunum. Því samkenndin er svo sterk. Sem samfélag viljum við ekki setja fólk út fyrir hringinn því það getur ekki eitthvað.“ Listaverk sem heldur áfram að stækka Unnur álítur perlumóðurina eitt af listaverkum sínum og segir yndislegt að sjá það vaxa. Hún vonist til að vöxturinn verði meiri eftir því sem tíminn líður, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Þegar sé það þannig að konur hvaðanæva að úr heiminum taki þátt í viðburðunum hennar á netinu og margar komi þær úr samfélagi þar sem barnleysi og ófrjósemi sé miklu meira tabú en á Íslandi. „Sem íslensk kona má ég tala um þetta og breyta til. Ég má taka nýjan titil og snúa þessu við. En annars staðar er það ekki endilega svo auðvelt. Það getur verið svo löng leið fyrir konur heimsins til að rísa og ég vil að þetta sé eitthvað sem hjálpar konum.“ Unnur segir það hafa verið henni afar erfitt að geta ekki eignast barn en hún sé sátt við ákvörðun sína að hætta að reyna. Aðsend Unnur býður bæði upp á einkatíma og hóptíma og segir það hafa gefið sér afar mikið að geta hjálpað öðrum konum í þessari stöðu. Auk þess hefur hún boðið barnlausum konum í hlédrög [e. retreat] á Spáni á sveitasetri þar sem þær koma saman, stunda jóga og slökun í nokkra daga. „Við ákváðum að prófa að búa á Spáni, í aðeins meiri hita. Við lifum rólegu lífi og ég hef tíma til að skrifa en kem líka reglulega til Íslands til að halda námskeið. Þetta er bækistöð eins og er, en við þráum alltaf að koma aftur heim. Maður finnur það sama hvert maður fer að Ísland kallar mann alltaf aftur heim. En það er voðalega ljúft að vera hérna núna.“ Unnur segir flutninginn og það líf sem þau hjón lifa á Spáni akkúrat það sem þau þurftu eftir allar frjósemisaðgerðirnar, sprauturnar og tilfinningarnar sem því fylgdu að geta ekki eignast barn. „Ég þurfti tíma til að jafna mig líkamlega. Þetta hefur enn áhrif á líkama minn, allir hormónarnir sem ég sprautaði í mig til að reyna að eignast barn. Að taka ákvörðun um að hætta að reyna, eftir það tók við sorgarferli og við fundum að við þurftum að vera annars staðar en heima til að heilast og finna okkur aftur.“ Úr þessum tilfinningum rís perlumóðirin. Um fimm ár eru síðan Unnur og maðurinn hennar hættu að reyna að eignast börn. Í dag eru þau afar sátt við ákvörðunina að hætta. „Mér finnst æðislegt að vera barnlaus núna,“ segir Unnur og að þetta sé setning sem nánast megi ekki yrða. „Ég sagði þetta á ráðstefnu um daginn og það fór kliður um salinn. Af því að við megum ekki segja þetta. En er ekki bara gott að vera allskonar? Það má finna gæði lífsins í barnleysinu. Við getum ferðast að vild og verið í sælunni einhvern veginn. Þetta þarf ekki að vera sorglegt endalaust.“ Hún segir þetta viðkvæmt málefni fyrir marga og í gegnum tíðina hafi hún lent í allskonar samræðum og fengið allskonar skot. Sumir hafi jafnvel verið dónalegir. „Fólk spyr mikið og yfirleitt er það fólk sem þekkir mann lítið sem er dónalegt. Ég fann þetta sérstaklega í glasaferlinu. Ég gat ekki talað um þetta án þess að fara að gráta. Ég var kannski í partí þar sem fólk var að spyrja af hverju ég ætti ekki börn og hvort ég væri ekki að renna út á tíma og svo framvegis. Ég fór oft grátandi heim úr partíinu eða búðinni.“ Unnur segir þetta breytt í dag. „Ég segi bara strax að ég geti ekki eignast börn. Þá kemur á fólk sem er hvasst með þetta. Sumir verða reiðir við mann og fara að þræta. Því þetta er utan „kassans“ sem við eigum að vera í samfélaginu. Við eigum að fjölga okkur. En flestir mæta manni vel, sérstaklega þegar maður er einlægur með þetta og segir bara að það sé fullreynt.“
Frjósemi Spánn Íslendingar erlendis Jóga Ástin og lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira