Uppskera að vori Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 24. apríl 2024 10:01 HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir HönnunarMars Feneyjatvíæringurinn Tíska og hönnun Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina. Sem menningarhátíð hefur HönnunarMars fest sig í sessi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fjölbreytileiki viðburða hennar staðfestir að íslensk hönnun og arkitektúr eru mikilvægt breytingafl og tæki til nýsköpunar sem nýst getur okkar samfélagi á fjölbreyttari hátt en marga órar fyrir. Rauður þráður í sýningum og viðburðum þessa árs er meðal annars áhersla á betri nýtingu auðlinda, verðmætasköpun og mátt sköpunarkraftsins. Til Feneyja 2025 Unnið er framgangi fjölbreyttra aðgerða nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra. Ein þeirra tengist þátttöku okkar í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr en Ísland hefur tekið þátt í myndlistartvíæringnum undanfarin ár og átt góðu gengi að fagna. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið falið að annast undirbúning og skipulag á sýningu fyrir Íslands hönd á arkitektúrtvíæringnum árið 2025 og því er hafið opið kall eftir tillögum að sýningu Íslands. Leitað er að hugmyndum sem fanga erindi og viðfangsefni íslensks arkitektúrs og samspil hans við alþjóðlega strauma og umræðu. Áræðnum hugmyndum sem bera vitni um hugvit og sköpun í hinu byggða umhverfi, sem nýst geta til að mæta áskorunum samtímans. Með þátttöku Íslands í tvíæringnum skapast tækifæri til vekja athygli á stöðu og gæðum íslensks arkitektúrs á alþjóðavettvangi og efla umræðu um hlutverk og mikilvægi hans hér á landi. Þátttaka í tvíæringnum fellur einnig vel að áherslum ríkisstjórnarinnar í málefnum skapandi greina og kynningu á þeim á alþjóðavettvangi og að áherslum stjórnvalda í loftslagsmálum. Ráðgert er að sýningin verði einnig sett upp hér heima. Áhrifamiklir sendiherrar Auðlegð Íslands er mikil og felst meðal annars í andans afli. Listamenn og skapandi fólk eru meðal okkar mikilvægustu sendiherra. Það eru íslenskt hugvit og menningin sem bera hróður okkar einna hraðast út fyrir landsteinana og fylla okkur stolti aftur og aftur. Og á þeim vettvangi eigum við sannarlega ríkulegt erindi, því við eigum listamenn og skapandi atvinnulíf á heimsmælikvarða. Það nærir grasrót menningarlífsins og hinar skapandi greinar að við mátum okkur við heiminn – og þátttaka í heimsviðburðum eins og Feneyjartvíæringum er góður gluggi til þess. Hönnun hreyfir við okkur Hönnun og nýsköpun koma hreyfingu á hlutina. Nýsköpun á sér í síauknum mæli stað í samstarfi og samspili fyrirtækja, viðskiptavina og þekkingarsamfélaga en þar getur aðferðafræði hönnunar verið mikilvæg brú milli ólíkra hagsmuna. Fjölþættar aðgerðir hönnunarstefnunnar miða að því styrkja slíkar brýr og fjölga þeim. Framtíðarsýn hönnunarstefnunnar er að aðferðafræði hönnunar sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi. Sem ráðherra menningar og viðskipta er ég afar stolt af þeim árangri íslensk hönnun hefur náð. Gæði og kraftur einkenna íslenska hönnunargeirann – og íslenskir hönnuðir halda áfram að koma okkur á óvart með hugkvæmni sinni og elju. Það eru ekki margir sem almennt uppskera á vorin en það gerir íslensk hönnun og aðdáendur hennar. Gleðilega hátíð og góða skemmtun á HönnunarMars. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar