Öldungadeildin samþykkti 95 milljarða dala aðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taívan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 06:38 Chuck Schumer sagði samþykkt pakkans til marks um skuldbindingu Bandaríkjanna til að standa vörð um lýðræðið. Úkraínumenn hafa beðið aðstoðarinnar á meðan Rússar hafa sótt fram. AP/J. Scott Applewhite Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að veita samtals 95 milljörðum Bandaríkjadala til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Frumvarpið var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 18. „Öldungadeildin sendir í dag skýr skilaboð til alls heimsins; á ögurstundu munu Bandaríkin alltaf standa vörð um lýðræðið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni. Hann sagði að Bandaríkin myndu áfram efna loforð sitt um að leiða á hinu alþjóðlega sviði og halda aftur af „óþokkamennum“ á borð við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. „Við erum að sýna Pútín að það eru alltaf alvarleg mistök að veðja gegn Bandaríkjunum.“ Eftir miklar málalengingar og tafir samþykkti fulltrúadeild þingsins fjögur frumvörp í síðustu viku, sem fjölluðu um stuðning við Úkraínu, Ísrael og Taívan og tillögur íhaldsmanna um bann við samfélagsmiðlinum Tik Tok, sem er í eigu kínversks fyrirtækis. Frumvörpin fjögur voru svo sameinuð í einn pakka sem öldungadeildin tók til atkvæðagreiðslu í gær. Fær Úkraína 60,8 milljarða dala, Ísrael 26,3 milljarða dala og Taívan 8,1 milljarð dala. Stjórnvöld í Kína hafa hvatt Bandaríkjamenn til að standa við loforð sitt um að styðja ekki „sjálfstætt Taívan“ og að láta af öllum aðgerðum sem stuðla að vopnun þess. Hermálayfirvöld á Taívan segjast munu eiga samráð við Bandaríkin um það hvernig fjármununum verður varið. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, sagði samþykkt pakkans skýr skilaboð til óvina ríkisins. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian. Bandaríkin Úkraína Ísrael Taívan Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
„Öldungadeildin sendir í dag skýr skilaboð til alls heimsins; á ögurstundu munu Bandaríkin alltaf standa vörð um lýðræðið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni. Hann sagði að Bandaríkin myndu áfram efna loforð sitt um að leiða á hinu alþjóðlega sviði og halda aftur af „óþokkamennum“ á borð við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. „Við erum að sýna Pútín að það eru alltaf alvarleg mistök að veðja gegn Bandaríkjunum.“ Eftir miklar málalengingar og tafir samþykkti fulltrúadeild þingsins fjögur frumvörp í síðustu viku, sem fjölluðu um stuðning við Úkraínu, Ísrael og Taívan og tillögur íhaldsmanna um bann við samfélagsmiðlinum Tik Tok, sem er í eigu kínversks fyrirtækis. Frumvörpin fjögur voru svo sameinuð í einn pakka sem öldungadeildin tók til atkvæðagreiðslu í gær. Fær Úkraína 60,8 milljarða dala, Ísrael 26,3 milljarða dala og Taívan 8,1 milljarð dala. Stjórnvöld í Kína hafa hvatt Bandaríkjamenn til að standa við loforð sitt um að styðja ekki „sjálfstætt Taívan“ og að láta af öllum aðgerðum sem stuðla að vopnun þess. Hermálayfirvöld á Taívan segjast munu eiga samráð við Bandaríkin um það hvernig fjármununum verður varið. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, sagði samþykkt pakkans skýr skilaboð til óvina ríkisins. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian.
Bandaríkin Úkraína Ísrael Taívan Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira