Öldungadeildin samþykkti 95 milljarða dala aðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taívan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 06:38 Chuck Schumer sagði samþykkt pakkans til marks um skuldbindingu Bandaríkjanna til að standa vörð um lýðræðið. Úkraínumenn hafa beðið aðstoðarinnar á meðan Rússar hafa sótt fram. AP/J. Scott Applewhite Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að veita samtals 95 milljörðum Bandaríkjadala til Úkraínu, Ísrael og Taívan. Frumvarpið var samþykkt með 79 atkvæðum gegn 18. „Öldungadeildin sendir í dag skýr skilaboð til alls heimsins; á ögurstundu munu Bandaríkin alltaf standa vörð um lýðræðið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni. Hann sagði að Bandaríkin myndu áfram efna loforð sitt um að leiða á hinu alþjóðlega sviði og halda aftur af „óþokkamennum“ á borð við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. „Við erum að sýna Pútín að það eru alltaf alvarleg mistök að veðja gegn Bandaríkjunum.“ Eftir miklar málalengingar og tafir samþykkti fulltrúadeild þingsins fjögur frumvörp í síðustu viku, sem fjölluðu um stuðning við Úkraínu, Ísrael og Taívan og tillögur íhaldsmanna um bann við samfélagsmiðlinum Tik Tok, sem er í eigu kínversks fyrirtækis. Frumvörpin fjögur voru svo sameinuð í einn pakka sem öldungadeildin tók til atkvæðagreiðslu í gær. Fær Úkraína 60,8 milljarða dala, Ísrael 26,3 milljarða dala og Taívan 8,1 milljarð dala. Stjórnvöld í Kína hafa hvatt Bandaríkjamenn til að standa við loforð sitt um að styðja ekki „sjálfstætt Taívan“ og að láta af öllum aðgerðum sem stuðla að vopnun þess. Hermálayfirvöld á Taívan segjast munu eiga samráð við Bandaríkin um það hvernig fjármununum verður varið. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, sagði samþykkt pakkans skýr skilaboð til óvina ríkisins. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian. Bandaríkin Úkraína Ísrael Taívan Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
„Öldungadeildin sendir í dag skýr skilaboð til alls heimsins; á ögurstundu munu Bandaríkin alltaf standa vörð um lýðræðið,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni. Hann sagði að Bandaríkin myndu áfram efna loforð sitt um að leiða á hinu alþjóðlega sviði og halda aftur af „óþokkamennum“ á borð við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. „Við erum að sýna Pútín að það eru alltaf alvarleg mistök að veðja gegn Bandaríkjunum.“ Eftir miklar málalengingar og tafir samþykkti fulltrúadeild þingsins fjögur frumvörp í síðustu viku, sem fjölluðu um stuðning við Úkraínu, Ísrael og Taívan og tillögur íhaldsmanna um bann við samfélagsmiðlinum Tik Tok, sem er í eigu kínversks fyrirtækis. Frumvörpin fjögur voru svo sameinuð í einn pakka sem öldungadeildin tók til atkvæðagreiðslu í gær. Fær Úkraína 60,8 milljarða dala, Ísrael 26,3 milljarða dala og Taívan 8,1 milljarð dala. Stjórnvöld í Kína hafa hvatt Bandaríkjamenn til að standa við loforð sitt um að styðja ekki „sjálfstætt Taívan“ og að láta af öllum aðgerðum sem stuðla að vopnun þess. Hermálayfirvöld á Taívan segjast munu eiga samráð við Bandaríkin um það hvernig fjármununum verður varið. Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, sagði samþykkt pakkans skýr skilaboð til óvina ríkisins. Ítarlega frétt um málið má finna á Guardian.
Bandaríkin Úkraína Ísrael Taívan Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Kína Suður-Kínahaf Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira