Himinhátt innanlandsflug Ingibjörg Isaksen skrifar 23. apríl 2024 15:00 Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Byggðamál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun