Skoðun

Lykillinn að orku­skiptunum er úr áli

Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Í dag tala einhverjir um að með endurskoðun raforkusamninga við stóriðju á Íslandi megi tryggja næga orkutil framtíðar. Með því móti getum við klárað orkuskiptin í samgöngum án frekari virkjunarframkvæmda. Endurskoðun raforkusamninga undir formerkjum skerðinga leiðir einfaldlega til forsendubrests í rekstri álveranna á Íslandi.

Ef rekstrarforsendur álveranna bresta og álframleiðsla á Íslandi dregst verulega saman er ljóst að sama magn áls verður framleitt einhverstaðar annarstaðar í heiminum. Álframleiðsla hefur verið að færast í auknum mæli til Kína þar sem losun gróðurhúsalofttegunda í álframleiðslu er margfalt meiri en á Íslandi. Það skýrist af því að til framleiðslunnar er notuð raforka frá jarðefnaeldsneyti.

Afleiðingin yrði sú að heildarlosun á heimsvísu myndi aukast mun meira en sá samdráttur í losun sem hlýst af orkuskiptum í samgöngum á Íslandi… langtum mun meira.

Og þetta er allt sami lofthjúpurinn þar sem hnattstaða skiptir ekki máli þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda á heims vísu.

Álið er stundum kallað græni málmurinn. Það er endingagott, auð endurvinnanlegt og minnkar orkunotkun í samgöngum vegna þess hversu létt það er. Þannig leikur álið lykilhlutverk í orkuskiptunum.

Megin tilgangur orkuskiptanna er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til þess að svo megi verða er brýnt að hefja nú þegar virkjanaframkvæmdir samkvæmt samþykktri rammaáætlun. Áætlun sem var unnin í víðtæku samráði ólíkra hópa í jafnvægi við sjónarmið nýtingar og verndar.

Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×