Lífið

Stjörnum hlaðið partý: Viktoría Beckham á hækjum í fimm­tugs­af­mælinu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Viktoría Beckham fótbrotnaði í líkamsrækt í febrúar.
Viktoría Beckham fótbrotnaði í líkamsrækt í febrúar. Marc Piasecki/GC Images

Viktoría Beckkham kryddpía með meiru fagnaði fimmtugsafmælinu sínu um helgina. Hún var á hækjum en söngkonan fótbrotnaði í febrúar síðastliðnum. Allar kryddpíurnar mættu í partýið sem svo sannarlega má segja að hafi verið stjörnum hlaðið.

Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix kemur fram að söngkonan hafi blásið til heljarinnar veislu í London á laugardagskvöld. Þar voru öll helstu fyrirmennin mætt líkt og kryddpíurnar Mel C, Mel B og Geri Horner.

Þar var líka hin aðþrengda eiginkona Eva Longoria, stjörnukokkurinn Gordon Ramsay og Hollywood stjarnan Tom Cruise. Slúðurmiðillinn lætur þess sérstaklega getið að tengdadóttir Viktoríu, Nicola Peltz sem er með syni hennar Brooklyn hafi ekki getað mætt. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að kastast hafi í kekki þeirra á milli.

Eiginmaður Viktoríu fagnaði áfanga eiginkonu sinnar á samfélagsmiðlinum Instagram fyrr í vikunni. Þar birti hann meðal annars myndband úr veislunni þar sem má sjá að það er alvöru stemning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.